Stelpupartý

Kæru bloggvinir

já þetta kemur sennilega mikið á óvart, en það er enn hálfgerður skortur á sól hér í DK. Maður er farinn að efast um þetta eigi eitthvað eftir að lagast. Það var ágætis veður í gær, allavega þegar sólin skein. Auður hélt stelpupartý, í tilefni af afmælinu sínu. Sem betur fer voru þær bara 5 í það heila. Það gekk nokkuð vel að halda stjórn á mannskapnum, þegar þær voru búnar að fá að rasa aðeins út. En mikið óskaplega var gott þegar þessu var lokið. Þá er heilt ár þangað til maður þarf að standa í þessu aftur. Og sem betur fer, er hún í litlum bekk, svo þetta er pínu auðveldara.Hún var víst nókkuð sátt eftir daginn, en óskaplega þreytt og í dag hefur hún bara viljað vera á náttfötunum.

Á mánudaginn fjölgaði heldur í heimili hjá okkur. Helga Rut og fjölskylda komu í heimsókn. Auði finnst þetta frekar erfitt, því þau vilja leika með dótið hennar og það eru oft ansi mikil læti, þegar allir eru vakandi. Á þriðjudaginn var lokahóf í sunnudagaskólanum hjá henni og við fórum í pylsur og leiki, og komum ekki heim fyrr en um kvöldið. Á fimmtudaginn fór hún svo með snúða í skólann og gaf krökkunum. Hún átti svo að fara í ferð með hinum sunnudagaskólanum, en sem betur fer var því aflýst. Á fimmtudaginn buðum bið svo Hildi æskuvinkonu frúarinnar og fjölskyldu henar í mat. Þau eru á ferðalagi í Danmörku og hún varð fertug sama dag og Auður á afmæli. Á föstudaginn var svo vinakvöldverður og við sáum um matinn. Auður fékk að vera heima úr skólanum. Hún hefur verið svo þreytt undanfarið, enda mikið um að vera. Í dag er hún svo með hálfgerða timburmenn eftir þetta allt saman. Það er vika eftir af skólanum og svo er sumarfrí. Þau fara í Legoland á fimmtudaginn, það er mikill spenningur yfir því.

Ágúst hefur verið nokkuð ánægður með heimsóknina. Hann fór í bíltúr með Helgu og þeim í gær, meðan stelpupartýið var hér. Hann er voða hrifin af Andra kærastanum hennar Helgu og vildi halda í hendina á honum allan tímann. Þau fóru að skoða dýr og gefa geitunum spagettý. Þær eru alveg óðar þegar það kemur einhver að gefa þeim og oft má maður passa sig að þær séu ekki of ágengar.

Næsta vika verður nú eitthvað rólegri hvað það félagslega varðar. Það eru ennþá 3 vikur í sumarfrí, en frúin ætlar að taka sér frí næstu föstudaga, svona til að hita upp fyrir fríið. Við vorum að vonast eftir að fá lánaðan sumarbústað í fríinum en það var allt upppantað, svo við sjáum hvað við gerum. Kannski við förum eitthvað með tjaldvagninn. Börnunum finnst það allavega mikið sport. Auður er oft að tala um að hún vilji fara í útilegu. Það er voða gaman, ef veðrið er gott. En við leggjum ekki í það, meðan það er svona kalt á nóttinni. Við fengum engan vetur, svo þetta er sennilega bara launin fyrir það.

Það voru alþingiskosningar hér í vikunni. Við megum ekki kjósa, sem var svo sem ágætt því flokkarnir höfðu lítið annað að segja, en að kasta drullu í hvern annan. Það er nú ekkert sérstaklega skemmtilegt að hlusta á það.

Jæja ætli sé ekki best að reyna að slaka eitthvað á, fyrir næstu veislu. Það er afmælisveisla hjá Óla vini okkar. Þau eru svo að fara til Ameríku að heimsækja dóttir sína og við erum að plana að láta Helgu og Andra passa húsið þeirra á meðan. Þá er ekki alveg eins þröngt hérna á okkur.

Kveðja úr kuldalandi

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband