5.7.2015 | 17:49
sumar og sól
Kæru bloggvinir
þá er aldeilis búið að steikja okkur um helgina. Það hefur verið þvílík blíða og mikill hiti. Við fórum á ströndina í gær og börnin voru alveg í essinu sínu. Í dag vorum við svo bara heima og busluðum hérna heima. Við skruppum út á strönd og Auður og Ágúst söfnuðu skeljum í fötu. Það þótti þeim ekki leiðilegt. Svo endaði þetta nú allt saman í garðpartý, þar sem öll börnin hlupu um berrössuð og renndu sér í rennibraut út í sundlaugina. Þeim þótti þetta ekki mjög leiðilegt.
Annars bar það hæst í vikunni að frúin átti stórafmæli. Þetta leggst nú bara nokkuð vel í frúna. Það var ekkert gert neitt stórmál úr þessu. En kannski höldum við eitthvað partý seinna í sumar. Frúin fékk margar gjafir frá vinnufélögunum á fimmtudaginn. Ekki dónalegt það. Alveg spurning um að fara að eiga stórafmæli eitthvað oftar. Frúin var vakin með morgunsöng og knúsi frá börnum og bónda.
Annars er nú allt við það sama. Frúin þarf að vinna í eina viku í viðbót og svo er hún komin í frí. Það spáir góðu veðri eitthvað áfram, svo það er bara að vona að það haldist þangað til fríið skellur á.
Elli skírði prinsessuna sína í gær. Hún fékk nafnið Enika Hildur. Hún stóð sig víst mjög vel og lét lítið í sér heyra.Tómt vesen að missa af þessu.
Ágúst fer í frí hjá dagmömmunni eftir næstu viku, en Auður hefur verið í fríi síðustu 2 vikur. Hún hefur ekkert kvartað yfir að vera heima. Enda hefur vinkona hennar sem er stundum hjá pabba sínum hérna á móti, kommið hingað að leika þegar hún hefur verið í heimsókn.Þær eru fínar saman, svona yfirleitt allavega.Þau eru nú líka dugleg að leika sér við börnin hennar Helgu. Auður og Kristín Júlía eru báðar mjög ráðríkar, svo það slettist ansi oft upp á vinskapinn hjá þeim. En Auður og Guðmundur Liljar ná vel saman og Ágúst og Kristín Júlía eru oftast góð saman.
Það er búið að koma niður gulrótafræjum, svo það ættu að koma gulrætur hérna síðsumars. Við erum byrjuð að fá jarðarber. Þau eru sem betur fer undir neti, annars væru þau fljót að fara.
Jæja það er víst lítið annað að frétta héðan. Þeir eru búnir að vera að lofa þrumuveðri mest alla helgina, svo vonandi fer þetta að koma. Það er svo þungt loftið.
Kveðja úr sólinni
Tisetgengið
Athugasemdir
Heil og sæl
Alltaf gaman að "heyra" frá ykkur. Hamingjuóskir með stórafmælið, Ragga, alltaf gaman að eiga afmæli. Eru svo ekki fleiri stórafmæli á leiðinni. Vildum alveg vera á leiðinni til ykkar en það er ekki í boði núna, hér er bara verið að sparsla, mála, skrúfa, negla og fleira skemmtilegt á Lyngbrautinni. Og pakka í kassa á Kjóalandinu. En við erum búin að kaupa flugmiða í október svo það er eins gott að við fáum húsaskjól þá. Svo eru Einar og Stefán líka að flytja í júlí svo það eru allir á faraldsfæti. Það er greinilega nóg um að vera hjá ykkur með öll þessi börn en það er bara gaman, sérstaklega þegar veðrið er gott. Hér er líka búið að vera gott veður síðustu daga og frábært veður var á Sólseturshátíðnni að venju. Annars er allt gott að frétta héðan úr Garðinum og allir biðja að heilsa.
Kær kveðja
Gunna og Bragi
Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 6.7.2015 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.