Sumarfríið búið

Kæru bloggvinir

þá er sumarfríið að renna sitt skeið. Maður er alltaf jafn hissa á, hvad þetta líður hratt. Ágúst fer til dagmömmunnar á morgun og Auður fer í skólaskjól á miðvikudaginn. Hún er að fara í útilegu frá því í dag, með fullt af krökkum. Það verður nú eitthvað undarlegt að skilja barnið eftir þar og fara svo bara. Hún er voða spennt. Hún þekkir eitthvað af bæði krökkum og fullorðnum sem verða þarna, svo hún á örugglega eftir að redda sér. Það verður örugglega verra fyrir fullorðna fólkið hérna heima. Já og Ágúst. Hann er alltaf hálf ómögulegur þegar hún er ekki nálægt til að stjórna honum.

Við fórum ekki í neina útilegu í sumar. Okkur fannst of kalt. Ef það hlýnar eitthvað í þessum mánuði, getur vel verið við hendumst einhverja helgina. Það væri voða gaman. En það er ekkert gaman, nema það sér sæmilega heitt. Það er heitara úti í dag, en hérna inni. Annars hefur verið leiðindaveður síðustu viku. Við fórum í innileikjagarð í Þýskalandi. Þar var stappað af börnum og foreldrum, enda mígandi rigning úti. Börnin skemmtu sér mjög vel, fullorðna fólkið var eitthvað þreyttara.

Í gær var svo farið í afmæli hjá Óla í Odense. Þar var mikið fjör að venju. Það var fínt veður hjá þeim, svo börnin gátu verið úti. Sem betur fer. Það er ekkert grín að hafa 5 smábörn innandyra í lengri tíma. Það er allavega ekki hollt fyrir geðheilsu frúarinnar. við vorum ekki komin heim fyrr en kl. 10 í gærkvöldi, svo börnin sváfu lengi í morgun. Það er ekki laust við að maður sé hálf slæptur í dag. Við erum ekki vön að vera svona seint á ferðinni.

Næsta mál á dagskrá er svo hálfrar aldar afmæli bóndans. Það verður allavega að gera köku fyrir karlinn. Annars er nú ekki planað neitt stórt. Kannski maður reyni að gefa honum smá pakka líka. Hann verður örugglega ánægður með það.

Ágúst og Auður verða örugglega fegin að komast inn í sína gömlu vana. Þau hafa annars verið ótrúlega dugleg að leika sér saman í fríinu. Það er mikið búið að æfa hjólreiðar og hefur það gengið vonum framar. Auður er allavega orðin mun öruggari. Hann er frekar latur við þetta. Vill mikið frekar að einhver ýti honum.

Frúin er að fara yfir um á tölvubúnaðinum á heimilinu. Hún hellti djúsi yfir ferðatölvuna, en við leystum málið með því að kaupa annað lyklaborð. Núna er það eitthvað að gefa sig, svo maður má ekki hreyfa sig, meðan maður er í tölvunni, svo þetta virki. Passar henni ekkert rosalega vel. Bóndinn er búinn að vera að skoða þráðlaus lyklaborð. Kannski maður prófi það. Tölvan sjálf er nefnilega enn í lagi.

Jæja best að hætta, áður en lyklaborðið dettur út aftur

kveðja

Tisetgengið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitti, kvitt. Aldrei þessu vant er búið að vera besta veðrið hér á suðvesturhorninu í mest allt sumar. Við höfum reyndar lítið notið þess, erum bara að taka upp úr kössum þessa dagana. Tókum upp úr 10 bókakössum í dag og örugglega álíka í gær. Samt eru nú slatti af kössum eftir en það eru nú ekki bækur held ég. Annars er nú að komasat mynd á þetta hjá okkur hér á Lyngbrautinn, eigum samt helling eftir í Kjóalandinu, taka niður heilt loft í bílskúrnum(sem við ætlum að nota í bílskúrinn hér og svo mála alla íbúðina. Ég læt nú kallmennina sjá um það að mestu. Strákarnir fara að hætta að koma í heimsókn þeir eru alltaf látnir í einhver verk. :) Það dugir varla lengur að freista þeirra með því að bjóða þeim í mat. Bragi biður að heilsa

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 4.8.2015 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband