Hálfrar aldar afmæli

Kæru bloggvinir

þá kemur bloggið loksins. Frúin var alveg búin á því í gær, svo hún valdi að geyma bloggið þar til í dag. Það hefur verið ansi mikið að gera hér síðustu daga við að undirbúa hálfrar afmæli bóndans. Það var svo haldið í gær með pompi og pragt. Það voru nokkrir gestir. Aldrei þessu vant var meirihlutinn Danir. Það voru nokkur forföll, en þetta var hinn fínasti hópur sem mætti hér. Vinkona Auðar kom með foreldrum sínum, svo þær léku sér úti og inni. Ágúst fékk líka að vera eitthvað með. Þær stúlkur klæddu sig upp í fína kjóla og léku prinsessur, en svo fóru þær út og voru að fara að kasta drullu á hvora aðra þegar þær voru stoppaðar. Þær eru alveg ótrúlega uppátækjasamar. Hver sagði að það væru bara strákarnir sem væru prakkarar.

Bóndinn fékk margar gjafakörfur, svo hann er vel byrgður af kaffi og aælgæti. Hann fékk líka pening, svo hann er að skoða, hvort hann getur fengið sér nýjan síma. Þá gæti verið að frúin erfi hans síma, svo hún geti nú verið með í tækninni. Hún er ennþá bara með gamaldags Nokia síma sem hefur hingað til alveg skilað hlutverki sínu. Bóndinn hefur tekið því nokkuð vel að verða fimmtugur og hefur ekki fengið neitt áfall yfir þessu ennþá. Enda þakkarvert að ná þessum aldri.En honum finnst samt fyndið. að þegar hann var barn, fannst honum 50 ára fólk eldgamalt.

Veðrið hefur verið eitthvað upp og niður. Það er hlýtt, en bæði rigning og rok marga daga. Í gær var skýjað, en mikil hitamolla. Það er eitthvað betra veður í kortunum næstu daga. Við vonum það gangi eftir.

Auður er mjög ánægð í skólanum. Hún er þó mjög þreytt á morgnana og er ekki altaf tilbúin að fara á fætur. En hún nær nú yfirleitt að verða eldspræk áður en hún fer af stað.

Það er ekkert stórt á dagskránni á næstunni, enda þarf maður sennilega að slaka á eftir þessa törn.

Kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband