20.9.2015 | 19:02
Haustannir
Kæru bloggvinir
það fer víst ekkert milli mála að það er farið að hausta hér hjá okkur. Ekki ef maður kíkir út um gluggann allavega. Það hefur verið rigning og rok mestalla vikuna. En í gær var rosa fallegt veður og sólin skein. Við fórum í sumarbúðir með sunnudagaskólanum hennar Auðar. Börnin nutu þess í botn. Þau hlupu um allt og léku sér. Það er rosalega gaman að sjá. Auður hefur breyst alveg rosalega mikið. Hún hefur alltaf verið mjög hlédræg og nánast hrædd við börn sem hún þekkti ekki. En í gær hljóp hún um allt og lék við mörg börn. Hún var að eltast við strákana og fannst það mjög spennandi. Það er ekkert smá gaman að sjá. Ágúst hefur alltaf átt auðvelt með þetta, svo við erum aldrei neitt sérstaklega stressuð yfir honum.
Í morgun var svo farið á bændabýli, ekki langt hér frá. Það var opið hús og ekkert smá mikið af fólki. Krökkunum fannst þetta mjög spennandi. Það var hægt að prófa traktora og klappa kúnum. Svo var hægt að hoppa í hálminum og ýmislegt fleira. Veðrið var nokkuð gott. Rigndi ekki neitt mjög mikið. Nema þegar við fórum út úr bílnum. En það var fljótt að ganga yfir.
Það er ennþá heilmikil spretta í grasinu, svo það hefur þurft að sæta lagi til að ná að slá blettinn. En það hafðist í gær.
Það er svolitið skrýtið að vera ekki að fara í sund á laugardögum. Við höfum farið í sund á laugardögum síðan Auður var 3 mánaða gömul. Nú fara þau í sund á fimmtudögum. Auður átti að fara að æfa sig í stóru lauginni með byrjendum, en það var ekki pláss í því liði. Þess vegna er hún með bróðir sínum í leikhóp. Síðasta fimmtudag voru þau bæði alveg út úr kortinu, og fylgdust ekkert með. En vonandi lagast þetta næst. Annars þarf maður að breyta þessu eitthvað.
Auður á eitthvað erfitt með að fylgjast með í skólanum og er eitthvað að fá hin börnin til að vera óþekk líka. Það er víst sérstaklega hún og einn strákur sem eiga erfitt með að fylgjast með. Þessi strákur var með henni í mæðrahóp þegar þau voru lítil. Þau hafa kannski planlagt þetta þá. Vonandi læra þau að haga sér betur. Auður er alveg ótrúlega fljót að læra söngtexta og rímur. Það er örugglega hægt að kenna henni allt ef maður setur það í söngva. Ágúst apar svo allt upp eftir henni. Hún fór að leika við vinkonu sína í dag. Aumingja vinkona hennar var í heimsókn hjá pabba sínum hérna á móti í gær og hún er vön að leika við Auði þegar hún er hér. En í gær vorum við ekkert heima, svo hún var alveg eyðilögð. En sem betur fer náðu þær að leika saman í dag. Það er frábært að þær séu ennþá svona góðar vinkonur þó þær séu ekki í sama skóla.
Jæja best að fara að slaka á fyrir átök næstu viku.
Kveðja
Tisetgengið
Þa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.