Lokauppskera

Kæru bloggvinir

Við ákváðum að eyða deginum í að bjarga rabarbaranum í hús og náðum bara metuppskeru. Við náðum 6,5 kg og það hefur aldrei verið svo mikið. Við héldum að það væri ekkert undir gulrótargrösunum, en það kom alveg slatti undan. Það hefur ekki verið góð uppskera almennt, út af því hvernig veðrið hefur verið. En nú er þetta allavega komið í hús. Bóndinn er búin að fá loforð fyrir fleiri hindberjarunnum, sem hann sækir á miðvikudaginn. Það varð því að stækka það beð í morgun. Svo ættu haustverkin utandyra að verða búin. Það er svo búið að skera niður rabarbara og hreinsa gulrætur. Þetta er mjög skemmtilegt, þó þetta sé auðvitað hellings vinna.

Í gær var basar í skólanum hennar Auðar. Við fórum að hjálpa til. Það var mjög fínt. Svo komu Óli og Guðný í heimsókn. Þau eru búin að gera nokkrar tilraunir, en bíllinn hefur alltaf bilað. En í þetta skiptið heppnaðist þetta. Stelpurnar voru rosa góðar að leika sér. Það gengur orðið betur og betur hjá þeim. Strákarnir eru ekki alveg eins duglegir að leika saman. En það kemur nú vonandi með aldrinum. Þær voru um 3 ára þegar þær fóru að leika saman. Og það gekk ekkert vel til að byrja með.

Í morgun fór Auður svo að leika við Ágústu vinkonu sína og hefur ekki sést síðan. Það verður nú sennilega að fara að tékka á henni. Hún hefur örugglega lítið borðað nema sælgæti og það er sjaldan sem það fer mjög vel í hana. Hún kom heim rétt í þessu til að fá leyfi til að fara með Ágústu vinkonu sinni heim. Hun er mikil félagsvera og það má gjarnan vera mikið að gera. En hún hefur ekki skilning á að maður þarf líka að slaka á, svo þá verðum við stundum að vera vondu foreldrarnir og skipa henni að vera heima.

Það er búið að vera mikill faraldur af mýflugum. Þær bíta aðallega á nóttinni og Ágúst greyið hefur verið mjög illa haldinn af bitum. Hann var stokkbólginn æa eyranu um daginn. Nú er bara mánuður þar til hann fer í leikskóla. Það verður spennandi að sjá hvernig það gengur. 

Í næstu viku er frí í skóla og hjá dagmömmu, svo við verðum að finna upp á einhverju sniðugu að gera. Það kostar venjulega allt mjög mikið á þessum tíma, en það hlýtur að vera hægt að finna eitthvað að gera.

Jæja ætli frúin þurfi ekki að fara að róa sig niður og slaka á, svo hún hafi einhverja orku í vinnuna næstu viku.

Kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband