Haustfrí

Kæru bloggvinir

þá erum við komin í haustfrí í eina viku. Það verður nú eflaust ekkert erfitt að fá dagana til að líða. í gær var tekið hraustlega til í kofanum. Það hefur ekki verið gert of mikið af því. Í dag var svo farið í verslunarleiðangur. Það þurfti að kaupa kuldaskó fyrir börnin. Við fengum þessa fínu skó á helmings afslætti og frúin fékk úlpu. Nú vantar hana bara kuldaskó. Það var ekkert svoleiðis í þessari búð sem við vorum í. Það er nú oft dálítið skrýtið, hvenær og har er hægt að kaupa það sem manni vantar. En maður lærir að fylgjast með hvenær hlutirnir eru til sölu.

Auður hefur verið algjörlega uppgefin eftir síðustu viku. Það var þema í skólanum um hreyfingu og mataræði. Hún hefur verið að hlaupa flesta daga og á föstudaginn hljóp hún 5 km. Þau hafa líka talað mikið um hvað er hollt og óhollt að borða. Hún spyr mikið um það þegar við erum að borða. Það er auðvitað mjög fínt að hún pæli í því, hvað hún sé að borða. Annars er hún nú örugglega mjög frábrugðin jafnöldrum sínum af því hún borðar mikið grænmeti og ávexti. Hún vill auðvitað líka fá sykur og óhollustu. Þar er Ágúst algjör andstæða. Það er mjög fátt sem hann vill borða af sætindum. Maður gæti alveg hugsað sér að fá eitthvað af þessari matvendni. En hann er mjög duglegur að borða allan mat og líka grænmeti og svoleiðis.

Það spáir rigningu mest alla næstu viku. Bóndinn er orðinn óþolinmóður eftir að geta slegið blettinn. Það hefur verið frekar breytilegt veður undanfarið. Það hlýtur að koma dagur í næstu viku þar sem er hægt að slá. Það ætti nú að fara að hægja á grassprettunni núna. Það er einn af fáum kostum þess að það komi haust. Laufin eru farin að gulna, og eitthvað er farið að fjúka af trjánum. Það er farið að skyggja fyrr á kvöldin og er dimmara á morgnana. Klukkan verður færð fram síðast í þessum mánuði. Það er nú alltaf sama ruglið. Börnin ruglast í svefnrútínunum og maður fær ekkert út úr þessu nema vandræði.

Ágúst er alveg að tapa sér úr ákveðni þessa dagana. Hann er greinilega að eldast og þroskast. Hann hefur verið að finna út úr því að hann geti sagt að honum sé illt í maganum og komast hjá því að gera eitthvað sem hann vill ekki. Hann þarf líka alltaf að pissa þegar hann á að borða, allavega ef hann vill ekki það sem er í matinn. En þetta er nú víst allt saman eðlilegt.

Við fórum á flóamarkað í gær og gerðum rosa góð kaup. Fengum dót fyrir börnin og leikjatölvu fyrir smápening. Það vantar reyndar einhvern kapal í tölvuna, en það er hægt að panta það á netinu, eins og allt annað. Það verður spennandi hvort krakkarnir finna út úr að nota hana. Börn eru nú yfirleitt dugleg við svoleiðis. Það er annars orðið vinsælast að spila á spjaldtölvur núna. En það fylgir einhver söngleikur með, svo sennilega vill Auður prófa það. Hún er rosa dugleg að syngja og læra texta. Og það smitar af á Ágúst. Hann apar allt eftir systir sinni.

Jæja ætli sé ekki best að fara að slaka á

Kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband