25.10.2015 | 16:01
Fastir liðir eins og venjulega
Kæru bloggvinir
þá er allt komið í fastar skorður eftir fríið. Það er búið að vera nóg að gera í félagslífinu. Á föstudaginn komu Gunna og Bragi í heimsókn. Þau voru dregin í vinakvöldverð á föstudaginn. Það var mjög fínt eins og venjulega. Börnin skemmta sér allavega alltaf konunglega.
Í gær var svo farið með fólkið í verslunarleiðangur og við náðum að kaupa smávegis líka. Það var afsláttur af jólaservíettum og ýmsu jóladóti. Það var því verslað smávegis fyrir jólin. Það verður nú sennilega ekki farið í að missa sig í jólainnkaupum. VIð erum ekki vön því. Það er orðið svo dýrt að senda póst að það verður sennilega ekki farið út í að senda jólakort með póstinum í ár.
Í dag var svo farið í göngutúr með fjölskylduna og hundinn. Það var fínt að viðra börnin og alla hina. Börnin okkar hafa mikla þörf fyrir að komast út og hreyfa sig á hverjum degi, svo við sleppum ekkert við það. Það var verið að breyta klukkunni í nótt, svo það má búast við að maður verði eitthvað hálfslæptur næstu daga. Þetta er alltaf frekar pirrandi. Allavega fyrir börnin. Þau sváfu nú reyndar óvenju lengi í morgun.
Auður fór í Halloween partý í gær hjá vinkonu sinni. Hún var voða fín og mjög ánægð með þetta. Hún kom ekki heim fyrr en kl. 19:30 og var orðin ansi þreytt. En þetta var víst mjög skemmtilegt. Mamma vinkonu hennar hafði staðið allan daginn og gert einhvern mat handa þeim. D'ottir hennar á erfitt með að vera í margmenni og því vildi mamma hennar halda lítið partý fyrir hana, af því hún gat ekki verið með í partýinu í skólanum. Hún var orðin ansi þreytt þegar frúin sótti barnið í gær.
Næstu helgi er svo annað halloween partý, sem er fyrir bæði börn og fullorðna. Það er eitthvað verið að spá í að fara í það. Allavega þarf maður að finna sér einhvern búning.
Börnin hafa verið voða ánægð með að hafa svona mikla athygli. Hundurinn fær líka mun meiri athygli en venjulega af því Bragi fer út að reykja reglulega og talar við hann. Það verða örugglega allir með fráhvörf hérna næstu daga.
Jæja ætli sé ekki best að fara að hugsa um börn og búmenni
Kveðja
Tisetgengið
Athugasemdir
Mojn
Kærar þakkir fyrir samveruna um helgina, hefðum gjarnan viljað hafa hana lengri en það verður að bíða betri tíma. Við skiluðum okkur heim á réttum tíma og mættum í vinnu í morgun. Helga kom og náði í símann í gær og Bragi fór með umslagið í póst í dag fyrir Óla.
Kærar kveðjur til allra og Nonna líka.
Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 27.10.2015 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.