1.11.2015 | 12:13
Halloweenpartý
Kæru bloggvinir
þá er búið að fagna halloween. Við fórum inn til Ástu og Óla í Gram og grilluðum pylsur. Þar voru aðrir krakkar og svo var farið að sníkja nammi. Þau voru úti í rúman klukkutíma. Löbbuðu út um allt og fengu alveg helling af nammi. Um 9 leytið fór frúin og Ágúst heim, því Ágúst var alveg búin á því. Hann sofnaði nánast áður en hann var kominn upp í. Auður neitaði að fara heim, svo hún fékk að vera aðeins lengur. Hún var alveg búin á því. Ágúst vaknaði svo ekki fyrr en klukkan 7 í morgun og Auður skömmu seinna. Þau eru búin að vera alveg þvílíkt pirruð í dag, eins og alltaf þegar þau hafa fengið nammi. Bæði Auður og Ágúst voru skíthrædd við Óla og Ástu því þau voru með grímur á andlitinu og voru mjög óhugguleg. Við bjuggumst við að þau gætu ekki sofnað og myndi dreyma eitthvað ljótt. En það var víst bara húsbóndinn á heimilinu sem fékk martröð.
Það er búið að vera óvenju hlýtt að undanförnu og þurrt. Þeir eru eitthvað að tala um að það fari að kólna og vera meiri bleytutíð. Það hlýtur að fara að kólna eitthvað allavega
Ágúst fór með dagmömmunni í heimsókn í leikskólann á fimmtudaginn. Hann kom fljótt auga á gamla vinkonu sína og fór í stærstú rennibrautina og renndi sér niður. Hann hafði engan áhuga á að koma heim aftur. Hann var svo hjá dagmömmunni á föstudaginn og það var síðasti dagurinn. Dagmamman var hálf klökk yfir þessu öllu. Hann er mjög spenntur yfir að fara í leikskólann á morgun. Það er ekki víst það verði eins skemmtilegt, þegar nýjabrumið fer af þessu. Hann fær alveg örugglega ekki eins mikið knús og kossa eins og hjá dagmömmunni. Hann fékk USB lykil með öllum myndum á. Það var mjög fyndið að sjá myndir af honum þegar hann byrjaði hjá henni. Maður er fljótur að gleyma, hvernig þessi börn líta út þegar þau eru lítil.
Auður fór heim með vinkonu sinni á föstudaginn. Hún keyrði með skólarútunni heim til hennar og svo sóttum við hana. það er þægilegt að þurfa ekki að keyra nema aðra leiðina. Það er allt að fyllast af jóladóti í búðum hérna og börnin eru farin að spá í, hvað þeim langar í. Manni finnst nú ekkert sérstaklega jólalegt, svo jólastemmingin er ekki alveg mætt.
Ágúst er búin að vera mikið að spá í, hvar han Bragi er. Hann segir reyndar hann heiti Brian. Við erum auðvitað búin að útskýra að hann sé farin með Gunnu í flugvélina. Það er nú sennilega ekki auðvelt að skilja það.
Í morgun drifum við okkur svo að koma tjaldvagninum í geymslu og fórum að labba inn í Gram.
Ætli maður reyni svo ekki að taka því rólega restina af deginum.
Kveðja
Tisetgengið
Athugasemdir
Mojn
Þið hafið haft það af að fara í Halloween partý, ekkert slíkt hjá okkur. Við sátum bara í rólegheitum og horfðum á sjónvarpið. Er aumingja Ágúst alveg vængbrotin yfir "Brian" en hvað segir þá greyið Nonni? Engin til að henda frisbíinu fyrir hann. Annars allt gott að frétta héðan úr Garðinum.
Mojn, mojn.
Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.