Veðraskifti

Kæru bloggvinir

það hafa verið ansi mikil veðraskifti hér um helgina. Í gær var mígandi rigning og í nótt var hífandi rok. Í dag er svo sól, logn og fallegt veður. Það er nú ekkert mjög hlýtt nema þegar maður stendur í sólinni. Við fórum til Ribe í morgun og gáfum geitunum að borða. Þær eru mjög ágengar og hoppa upp á mann og heimta að borða. Þær eru nú mjög sætar, en Ágústi stóð nú ekki á sama. Þarna eru líka litir hestr, þeir mega ekki fá neitt að borða. En það er hægt að kíkja á þá fyrir því.

Í gær fórum í heimsókn til Evu. Þar er alltaf heimtað franskbrauð. Börnin eru ekki vön að fá það, svo þeim finnst það mjög gott. Hún er voða dugleg að gera mat úr öllu mögulegu. Hún hirti helling af hálfónýtum eplum og var að gera mauk úr því. Við fengum restar af því heim og gerðum eplagraut. Það var ekkert smá gott.

Ágúst er búinn að vera í leikskólanum alla vikuna. Hann hefur eitthvað gleymt að fara á klósettið og hefur orðið leiður þegar hann vaknar eftir hádegisblundinn. Þau sofa öll í litlu herbergi. Hann er ekki alveg ´búin að finna út úr því að hann þarf að fara fram og tala við fóstrurnar þegar hann vaknar. Annars hefur hann ekkert átt í neinum vandræðum og finnst þetta mjög spennandi.

Frúin fór í leiðangur í frystikistuna í gær og fann síðasta pokann af sviðum. Þau voru soðin í gær og á að gæða sér á þeim í kvöld. Svo fann hún líka einhverja nautasteik. Við áttum nú ekki von á neinu, því okkur finnst nautakjöt almennt ekkert spennandi. En þetta var algjör veislumáltíð. Börnin höfðu meira að segja orð á því að það væri gott að fá svona veislumat. Þau eru nú ekki vön að segja mikið um matinn. Nema þegar þeim finnst hann ekkert spennandi.

Auður er voða ámægð í skólanum, við erum að fara í fyrsta foreldraviðtalið í næstu viku. Það er spennandi að vita hvað kemur út úr því. Við vitum að ungfrúin hefur átt erfitt með að einbeita sér og hefur eitthvað verið að trufla. En við vonum það sé orðið betra. Hún þekkir oriði marga bókstafi, en það vefst eitthvað fyrir henni ennþá að greina alveg á milli þeirra.

Jæja það er víst ekki mikið annað að frétta héðan í bili

kveðja

Tisetgengið 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband