Veturinn mættur

Kæru bloggvinir

þá er veturinn víst mættur á svæðið. Það var frost í nótt og hrímuð jörð í morgun. Það var ekki mikil snjókoma hér, en á Sjálandi er allt á kafi og þvílíkt umferðavesen. Trén velta út á vegina og loka öllu. En við höfum sloppið nokkuð vel í þetta skiptið.

Það er búið að vera nóg að gera um helgina. Ungi maðurinn á heimilinu hélt upp á 3 ára afmælið sitt. Systir hans var búin að vera meira spennt en hann, en þegar dagurinn rann upp var ungi maðurinn líka mjög spenntur. Þeim var hent út að leika sér í morgun. Það gekk ágætlega. Þeim gengur yfirleitt betur að leika sér úti en inni. Það er sennilega auðveldara að halda friðinn þegar það er meira pláss. Það komu nokkrir gestir í kaffi í dag og Ágúst fékk mikið af góðum gjöfum. Hann er ennþá á þeim aldri að honum finnst.  mjög gaman að fá pakka, hvort sem það eru föt eða dót. Hann fékk helling af bílum og strákadóti. Það verður gaman að fylgjast með hversu lengi hann leikur sér með þetta. Gunnþóra kom í veisluna með stelpurnar sínar. Það er alltaf mjög fyndið að Maja og Auður hittast ekki oft, en þegar þær hittast, oft með hálfs árs millibili, þá leika þær sér rosalega vel saman. Verst að þær búa svona langt frá hvor annarri.

Það verður bráðum að fara að huga að því að henda upp jólaskrauti. Það er nú samt alveg spurning um að bíða fram í næsta mánuð. Annars verður maður nú bara þreyttur á að horfa á þetta. Það er ekki mikið byrjað að skreyta hérna, nema í búðunum. Börnin eru farin að tala um að jólasveinarnir komi fljótlega. Það var planið að Ágúst létinu jólasveinninn hafa snuddurnar sínar þessi jólin, en hann er nú voða lítill í sér eftir hann byrjaði í leikskólanum, svo kannski bíðum við aðeins. Hann hefur annars verið mjög duglegur að byrja í leikskóla, en er mjög þreyttur og lítill í sér þegar hann kemur heim. Konurnar á leikskólanum eru alveg hissa á því hvað hann er duglegur.

Systir hans talar oft um að hún vilji fara aftur á leikskólann, en henni myndi nú samt fljótlega fara að leiðast. Hún spáir mikið í bókstafi og tölur þessa dagana. Þetta er nú eitthvað að vefjast fyrir henni ennþá, en það hlýtur að koma. Hún saknar mikið stórusystur sinnar þessa dagana. Það er erfitt að skilja að hún geti ekki bara skroppið í heimsókn.

Jæja best að fara að safna kröftum fyrir nýja vinnuviku

Kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mojn, mojn   surprised

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 22.11.2015 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband