Þá mega jólin koma

Kæru bloggvinir

þá mega jólin bara fara að koma. Við erum að verða klár. Það er alltaf eitthvað eftir. VIð eigum eftir að kaupa jólatré. Það eru flestir búnir að hafa jólatré lengi og henda því bráðum út, en við tökum það ekki inn fyrr en rétt fyrir jól og hendum því út á þrettándanum. Veðrið er nú ekkert jólalegt, það er gráveður hér flesta daga. Danirnir eru að væla yfir því að fá ekki snjó, en svo er nú bókað að ef það kæmi snjór þá væri það líka ómögulegt.

Það er búið að vera nóg að gera hjá börnunum í alls konar jólahátíðarhöldum í skóla og leikskóla. Það hefur auðvitað fylgt því heilmikið sælgætisát, sem er ekki til að bæta geðheilsuna. VIð fórum á jólaball í morgun í sunnudagaskólanum hjá Auði. Það var mjög fínt. Okkur finnst nú samt mjög skrýtið að þeir syngja allaf jólalög sem enginn kann og svo labba allir kringum jólatréð og halda á blöðum. En svona er þetta misjafnt. Maður saknar voða mikið íslensku jólaballanna.a

Óli og Guðný komu í heimsókn í gær. Við höfum ekkert hist lengi. Það hafa verið veikindi hjá börnunum og svo er bara alltaf nóg að gera. Auður og Arndís voru mjög ánægðar að hittast aftur og léku sér allan tímann. Emil og Ágúst eru eitthvað að reyna að finna út úr þessu, en eru sennilega of ólíkir og of ungir til að byrja að leika af einhverju viti.

Við vorum að uppgötva að við höfum ekki hugsað fyrir því að fá skötu. En það er erfitt að fá svoleiðis sent með pósti. Væri allavega ekki gott ef það týndist í póstinum. En ætli við lifum ekki af. Erum búin að fá hamborgarahrygg og hangikjöt.

Í gær var dagurinn tekinn snemma og við vorum mætt til Þýskalands fyrir kl. 8. Börnin og bóndinn voru að fara í klippingu. Það opnar kl. 8 og það er alltaf komin röð. Það kostar bara 1200 kr að klippa fullorðna og 1000 fyrir börn. Það versta er að maður er svo lélegur í þýsku að maður á erfitt með að gera sig skiljanlegan og þær vilja ekki tala önnur tungumál. En þetta reddast einhvern veginn.

Frúin á eftir að vinna tvo daga og Ágúst fer í leikskólann. Auður og bóndinn verða heima. Alveg ágætt að börnin fái pásu frá hvort öðru fyrir jólafríið. Þau eru nú oft ansi pirruð á hvort öðru.

Auður fékk kartöflu í skóinn í morgun, hún var nú ekki sátt. En við reyndum að útskýra fyrir henni hvernig stæði á þessu. Hún hefur átt voða erfitt með sig í dag. Það er voðalegur spenningur í þeim báðum.rt

Jæja ætli sé ekki rétt að fara að slaka á, fyrir næstu átök

Bestu jólakveðjur til lesenda okkar. Við setjum inn mynd á facebook, í staðinn fyrir jólakort. Það er ekki fyrir hvítan mann að senda jólakort á þessum síðustu og verstu.

Kveðjur frá Tiset

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ

Héðan er allt gott að frétta, það rignir bara og rignir og allur snjór að verða farinn hérna suðurfrá en allt í klaka og hálku í höfuðborginni. Gat dregið eiginmanninn í smá verslunarleiðangur í dag en bara af því að svo var farið í bíó að sjá nýjustu Star Wars myndina. Hún stóð alveg undir væntingum og var bara góð. Við erum nú afskaplega róleg yfir öllu þessu jóatilstandi, erum búin að kaupa í jólamatinn og reyndar líka áramótamatinn. Flestar jólagjafir komnar nema ég á eftir að kaupa handa Braga. Ekki erjólatréið komið upp heldur, það gerist ekki fyrr en á Þorláksmessu yfirleitt og "börnin" sjá um að skreyta það. Vonandi hafið þið að gott um jól og áramót og jólakveðjur héðan úr sveitinni.

smile

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband