27.12.2015 | 13:12
Gleðileg jól
Kæru bloggvinir
Gleðileg jól allir sem einn. Hér hafa jólin verið rauð og frekar hlýtt í veðri miðað við árstíma. Það rignir mikið þessa dagana og er frekar dimmt yfir. En við höfum nú farið út flesta daga að viðra okkur. Bóndinn er búinn að liggja í flensu yfir jólin. Óskaplega mikið fjör. Hann er eitthvað að skríða saman núna, en er enn frekar slappur. Við erum búin að borða mikinn og góðan mat. Fengum rosalega góðan hamborgarahrygg í Þýskalandi og svo komu Bragi og Gunna með hangikjöt í haust. Þetta varð því ákfalega vel heppnað. Ekki hægt að kvarta yfir því.
Börnin hafa verið rosalega spennt yfir öllu þessu jólastússi og voru alveg rosalega ánægð með jólagjafirnar. Þau hafa nú eitthvað verið svekkt yfir því að það komi ekki fleiri jólasveinar. En eru nú eitthvað að átta sig á þessu öllu saman.
Þau hafa ekkert verið neitt óþekk fyrr en í gær. Það voru sennilega timburmenn eftir þetta allt saman. Þau fengu helling af dóti og hafa átt erfitt með að einbeita sér að einhverju einu. En það kemur sennielga þegar það fer eitthvað að róast.Þau hafa nú eitthvað verið pirruð á hvort öðru, en ekkert meira en hægt er að búast við. Þau eru ekki vön að vera svona mikið saman.
Við erum í frii milli jóla og nýárs og sennilega verða allir orðnir endurnærðir eftir allt þetta frí. Við vonum það allavega.
Í morgun dreif frúin sig út með Ágúst og hann drullumallaði einhvern helling. Honum þykir það ekki leiðilegt. Það var nú ekki mikið að gera á leikvellinum, enda virðast börnin sjaldan vera úti við.
Við erum að plana að vinkona hennar Auðar fái að gista hérna eina nótt milli jóla og nýárs. Auður gisti hjá þeim fyrir jól og það var mikill spenningur yfir því. Það var víst ekkert mál. Við vonum að vinkona hennar sé tilbúin í að gista hérna í staðinn. Hún er ansi oft hérna þegar hún er í heimsókn hjá pabba sínum, sem býr hérna á móti. Hún er meira hér en hjá honum. Honum finnst það nú sennilega bara þægilegt og það er ekkert mál fyrir okkur. Þá hefur Auður einhvern að leika við. Það eru ekki önnur börn á hennar aldri hér í kring.
Jæja ætli sé ekki best að fara að slaka á
Jólakveðja
Tisetgengið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.