Gleðilegt nýtt ár

Kæru bloggvinir

Gleðilegt ár og þökkum fyrir samfylgdina á síðasta ári. Það hefur verið mjög mildur vetur, en svo síðustu daga hefur verið frekar mikið rok og það gerir það að verkum að það verður kaldara. Í morgun var svo hrikalega kalt, bæði frost og hífandi rok. Það er ekkert verið að venja mann við þetta neitt, bara skella á kulda. Af því það er ekki svo mikil einangrun i húsinu, þá blæs hressilega í gegn hérna á svona dögum. En þá er bara að klæða sig vel. Bóndinn hefur verið á stuttbuxum í allt haust, en er kominn í síðbuxur núna. Hann er orðinn betri af kvefinu, en ekki alveg góður. En þetta hlýtur að knalára þetta á næstu dögum. Við hin höfum sloppið hingað til, börnin eru smá kvefuð, en ekkert meira en við er að búast. Við vonum þau sleppi við að verða veik. Það gerist sem betur fer mjög sjaldan.

Vinkona hennar Auðar átti að gista hérna milli jóla og nýárs, en þegar á hólminn var kominn vildi hún það ekki og frúin keyrði hana heim úm kl. 22. Auður var auðvitað mjög leið yfir þessu, en það er ekkert við því að gera. Við fórum til Odense milli jóla og nýárs, þau sögðu sömu sögu af vinkonu Arndísar. Arndís gistir oft hjá henni, en hin getur ekki gert það sama. Okkur grunar að vinkonu hennar Auðar finnist við of ströng. Við viljum nefnilega að þær fari í rúmið og fari að sofa þegar við segjum það. Hún er örugglega ekki vön því heiman frá. Það virðist vera nokkuð algengt að börnin bara ráði sér sjálf með margt. Við höfum nú ekki hugsað okkur að breyta okkar reglum. Við verðum bara að reyna að finna einhverja vinkonu sem treystir sér til að sofa hérna. Auði hlakkar mikið til að fara í skólann á morgun og hitta kennarann og vini sína. Það er um að gera að gleðjast yfir því. Þegar hún verður eldri, hlakkar hana örugglega ekki eins mikið til að fara í skólann. Allavega ekki til að læra neitt.

Ágúst hefur suðað mikið um að fá að heimsækja dagmömmuna sína og hann fékk það milli jóla og nýárs. Það voru miklir fagnaðarfundir. Hann er nú samt alveg á því að fara í leikskólann á morgun. VIð sjáum til þegar á hólminn er kominn, hvernig það gengur. Hann leikur mest við eina stelpu sem hann var með hjá dagmömmunni, en er líka stundum að tala um einhverja stráka sem hann leikur við.

Bóndinn hefur aldrei verið svona rólegur yfir áramótunum. Það lá við að maður hefði áhyggjur. Hann fór ekki að kaupa sér sprengjur fyrr en á gamlársdag. VIð puðruðum þessu upp um 8 leytið, svo börnin gætu verið með. Auður var eitthvað stressuð í byrjun, en fannst þetta svo rosalega gaman. Það fengu að vaka lengi og borða nammi og snakk. Það var greinilegt næsta daga, því þau voru með rosalega timburmenn. Bæði af sælgætisáti og að hafa farið seinna að sofa. Bóndinn svaf mest allt kvöldið í sófanum og rétt eftir miðnætti skriðum við í bólið. Þetta er náttúrlega engin ending. Ágúst hefur verið að vakna milli 6 og 7 á morgnana, en síðustu daga hefur hann getað sfotið til rúmlega 7. Í fyrramálið er alveg öruggt að það verður ómögulegt að fá hann framúr.

Jæja ætli sé ekki best að fara að safna kröftum fyrir nýja vinnuviku.

kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl og gleðilegt árið.

Hér er nú allt með rólegra móti, Bragi fékk sér Apple TV milli jóla og nýárs og hefur varla staðið upp úr sófanum síðan. foot-in-mouth Veðrið hefur verið með skásta móti hérna á Skagatánni og við fundum ekkert fyrir öllum þessi vindi og rigningu sem var að herja á aðra landshluta. Það kom samt þónokkuð él um miðnætti á gamlárskvöld en við gátu nú samt fírað flugeldunum upp. Síðan var aðeins kíkt á nágrannana en við vorum komin heim fyrir kl. 1. Við byrjum bæði að vinna á morgun og þurfum þá að snúa sólarhringnum við, höfum farið dálítið seint að sofa í jólafríinu en það hlýtur að hafast. undecided

Áramótakveðjur úr Garðinum smile

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 3.1.2016 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband