Kuldaboli

Kæru bloggvinir

Þá er veturinn víst eitthvað að reyna að sýna klærnar. Það er mjög rólegt veður, en um helgina hefur verið svolítið mikið frost. Það hefur verið upp undir 15 stiga frost á nóttinni. Það er svo mjög fallegt veður yfir daginn. VIð fórum í verslunarleiðangur í gær og keyptum meðal annars kuldaskó á frúnna. Við fórum svo og keyptum okkur ís og stóðum fyrir utan búðina og sleiktum hann. Öll börnin sem gengu framhjá fóru að suða um ís, en foreldrarnir voru ekki par hrifnir af þeirri hugmynd. Þeim finnst örugglega mjög heimskulegt að borða ís á veturna.

Annars er allt að falla í samt horf hér eftir fríið. Allt komið á fullt í skólanum hjá Auði og Ágústi í leikskólanum. Þau eru bæði mjög ánægð og það skiptir öllu máli. Þau hafa nú eitthvað átt erfitt með að þola hvort annað undanfarið. Það er kannski bara af því þau eru búin að vera svo mikið saman. Eða þetta er almennur systkinapirringur. Auður er óskaplega stjórnsöm þegar hún er að leika við hann og skilur ekkert í því að hann nenni ekki alltaf að vera með. Þegar við vorum búin að versla í gær, fórum við á stórt leiksvæði rétt hjá göngugötunni. Það fannst þeim rosa gaman. Svo kom stelpa, svona 10 ára og spurði, hvaðan við kæmum. Við vorum að tala íslensku við krakkana. Hún sagðist vera hálfur Íslendingur. En alinn upp í Danmörku. Henni fannst hún kannast eitthvað við tungumálið.

Nú fer að koma í mann þorrablótafílingur. En það er ekkert þorrablót hérna í nágrenninu í ár, svo það verður sennilega ekki mikið borðað af þorramat hér. Það er nú erfiðast fyrir bóndann. Frúin hefur ekkert mikinn söknuð eftir þessu. En auðvitað gaman að fá þetta öðru hvoru. Við höfum nú stundum gert saltkjöt, en það hefur ekki komist í verk í ár. Við keyptum lambaskrokk fyrir jólin, en það var vso litið af súpukjöti að við áttum ekki nóg til að setja í salt. Það hefst kannski seinna á árinu. Við erum ekkert svo upptekin af því að borða saltkjöt á ákveðnum tíma árs. Það er ekki hægt að spá í svoleiðis, þegar maður getur ekki bara farið út í búð og keypt þetta tilbúið. Við höfum stundum gert baunasúpu eins og Danirnir gera, með bacon. Það er líka alveg ljómandi gott.

jæja best að njóta þess að það er friður í kotinu. Ágúst er að leggja sig og Auður fór að leika við vinkonu sína. Hún er því miður að fara að flytja til Haderslev. Það er ca. hálttíma keyrsla. En pabbi hennar býr ennþá hér á móti og þá geta þær eitthvað hist áfram. Svo verðum við bara að keyra þær fram og tilbaka.

Jæja best að henda sér í sófann

kveðja Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitti kvitt  wink

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband