Vetrarfrí

Kæru bloggvinir að

þá er vetrarfríið að verða búið og börnin fara í leikskóla og skóla á morgun. Ágúst fór að gráta í gær og sagðist sakna leikskólans. Gott að við tókum ekki lengra frí. Það er búið að vera nóg að gera. Á fimmtudaginn fórum við í bíó. Ágúst hefur aldrei prófað það en Auður hefur farið einu sinni. Þetta var því mjög spennandi. Hann gat nú ekki setið kyrr allan tímann, en það voru svo fáir í bíó að það gerði ekki mikið til að hann var að þvælast út um allt.

Á föstudaginn fórum við svo á göngugötuna í Haderslev og börnin fengu að kaupa sér fyrir peninga sem þau voru búin að safna sér. Það er heldur ekki neitt sem gerist mjög oft, svo það var mjög spennandi líka. Ágúst fékk peningaverðlaun fyrir öskudagsbúninginn sinn síðasta sunnudag, svo hann átti smá aukapening. Það er búið að vera mjög fallegt en kalt veður. Það er svo eitthvað að breytast núna. Þeir eru að spá meiri hlýindum. Óli og Guðný komu svo við á föstudaginn og Arndís fékk að gista hjá Auði. Þær voru smá óþekkar að fara að sofa, en annars var þetta ekkert mál. Í gær var svo keyrt til Odense til að fara í einhvern risastóran innileikjagarð. Þau hlupu þar um í nokkra klukkutíma og svo fórum við heim til Óla og Guðnýjar. Börnin voru vel þreytt. Þegar við komum heim fengu þau að horfa á söngvakeppni fyrir börn. Það er svipað og Eurovision, bara fyrir börn. Auður fór ekki að sofa fyrr en kl. 22:00. Þau eru líka ansi þreytt og pirruð í dag. Það verður því ekki gert neitt mjög mikið í dag.

Við sömdum við Ágúst að hann myndi hætta með snuddu og fá bangsa í staðinn. á föstudaginn var hann svo þreyttur um kvöldið að hann rotaðist strax. Í gærkvöldi var þetta eitthvað erfiðara af því hann var yfir sað eig þreyttur og hann heyrði að Auður var ennþá vakandki. En þetta hafðit allt saman. Hann hefur ekkert spurt um snudduna og það finnst okkur alveg stórmerkilegt. Hann hefur reyndar ekki verið eins háður henni og Auður var. En samt. Við fórum svo og hengdum snuddurnar hans á tré sem stendur inni á bókasafninu hérna í Gram. Þetta var heilmikil athöfn. Það er ótrúlegt ef þetta verður ekki meira mál en þetta. Við krossum fingur að þetta gangi upp.

Við erum búin að vera dugleg að leika úti. Börnin eru almennt hrifin af því. Auður þó ekki eins mikið og Ágúst. Þau fengu bæði að kaupa sér smá föt á föstudaginn og hlakka mikið til að sýna vinum sínum það á morgun. Ágúst og Emil er farnir að leika sér aðeins meira saman. Þeir eru svipað gamlir og Auður og Arndís, þegar þau fluttu hingað. Það verður spennandi að fylgjast með, hvernig sambandið þeirra þróast. Stelpurnar voru í byrjun oft ósáttar og þetta gekk ekki alltaf stórslysalaust. En núna eru þær rosa góðar vinkonur. VOnandi að þetta þróist svona hjá strákunum líka.

En jæja best að fara að hætta þessu núna. Ágúst er að leika við sjálfan sig og leikur öll hlutverk í leiknum. Auður er úti að leika við Ágústu vinkonu sína. Það er þá smá friður hér á meðan. Við ætlum að prófa að borða hjartarsteik í kvöld, sem við fengum gefins hjá kunningjum okkar. Það verður spennandi.  

Kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband