28.2.2016 | 14:10
Vor í lofti
Kæru bloggvinir
það hefur verið hálfgert vor í loftinu undanfarið. Það er frost á nóttunni og kalt á morgnana, en svo kemur sól og er mestan hluta dags. Það er farið að birta helling, svo við erum bara nokkuð sátt. Það munar allavega svakalega miklu þegar það fer að birta meira.
Það er verið að byrja að grafa í sundur allar götur hér í bænum. Það á að breyta skólpkerfinu, svo regnvatnið og skólpið renni ekki saman. Klóakið ræður ekki við það. Þetta eru hellings útgjöld og maður liggur nú ekki inni með peninga fyrir svona löguðu.
Það er alltaf nóg að gera hér á bænum. Börnin eru mjög ánægð í leikskóla og skóla og það skiptir miklu máli. Auður labbar orðið sjálf til og frá skólabílnum og finnst það ekkert tiltökumál. Þau hafa bæði verið voðalega þreytt eftir vetrarfríið. Sennilega af því við höfðum svo mikið að gera á stuttum tíma.
Í morgun var okkur boðið í brunch hjá Evu íhlaupaömmu barnanna. Þar var mjög margt um manninn og mjög fínt að vera. Við þekkjum nú orðið ansi mikið af þessu fólki, en það er alltaf einhverjir sem við þekkjum ekki. Börnin skemmtu sér mjög vel og léku sér. Það voru ekki mörg önnur börn, en þau fundu sér eitthvað að gera. Þegar við komum heim fengum við svo skilaboð frá mömmu vinkonu hennar Auðar, og hún vildi endilega fara að leika. Ágúst var eitthvað voða pirraður og lagðist á gólfið og var eitthvað að leika sér og svo allt í einu var hann sofnaður. Það er nú ekki oft sem það gerist. Hann vill helst ekki leggja sig hérna heima eftir hádegið. Honum finnst hann örugglega orðin svona fullorðinn. Hann leggur sig ennþá í leikskólanum. Hann varð eitthvað voða lítill í sér í vikunni og vildi fá snudduna sína, en annars hefur hann ekki spurt eftir þeim. Í gær fórum við á bókasafnið þar sem hann hafði hengt þær og hann horfði á þær og vildi fá þær með heim, en það var ekkert mál að við tókum þær ekki með.
Svo er planið að reyna bara að slaka á það sem eftir er dags. Kannski maður kíki út í góða veðrið.
Jæja við látum þetta nægja í bili
kveðja frá Tisetgenginu
Athugasemdir
Kvittikvitt
Gu (IP-tala skráð) 28.2.2016 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.