6.3.2016 | 12:58
Óboðinn gestur
Kæru bloggvinir
Vorið er ekkert að flýta sér að koma. Það er voðalegur vatsnkuldi ennþá og frost á nóttinni. En það er sennilega of snemmt að ætlast til þess að það komi alveg strax. Bara að það sé ekki snjór þá er þetta fínt.
Frúin hitti rottu hérna á bakganginum um daginn. Það var hringt í rottumanninn sem kom og setti upp tvær gildrur. Eina eins og er alltaf í teiknimyndunum, þar sem er einhver matur og svo skellur járn á músina eða rottuna. Fyrsta daginn eftir hún var sett upp, þá var búið að taka matinn og gildran var lokuð, en engin var rottan. Næsta dag var búið að færa gildruna til. Henni finnst við ábyggilega bara mjög fyndin ð vera að reyna þetta. Hún hefur grafið helling af holum og það er ekkert smá sem hún mokar upp. Siðustu tvo daga hefur hún ekki mikið látið á sér kræla. En hún er kannski bara að sækja fjölskylduna og svo flytja þau öll inn. Moldvarpan er komin á fullt aftur eftir smá pásu. Þær flytja kannski saman. Þetta er hálfgerður ófögnuður. En vonsndi er hægt að losna við rottuna allavega. MOldvarpan er þó bara úti í garði.
Auður Elín fór í afmæli hjá bekkjarsystur sinni í gær. Það var víst mjög mikið fjör. Hún vildi allavega alls ekki koma heim aftur. Þær voru bara 5 stelpur. Strákunum var ekki boðið. Það væri gott að vera búin að þessu, en það verður látið bíða þar til í sumar. Auður vill ekki bjóða strákunum, nema kannski einum þeirra. En það verður að bjóða öllum af sama kyni. Svo vonandi sleppum við með að bjóða bara stelpunum. Annars erum við nú heppin, af því að venjulega eru bekkirnir miklu stærri og þar af leiðandi miklu fleiri krakkar.
Á meðan Auður var í afmæli, fór restin af fjölskyldunni til Þýskalands. Það er alltaf ágætt að fara í búðir þegar maður er bara með eitt barn. Ágúst er voða ánægður í leikskólanum, hann leikur við marga krakka. Og virðist ekkert vera að pæla í hvort þau séu eldri eða yngri. Hann má varla vera að því að kveðja mann á morgnana. Honum finnst nú svolítið svindl að Auður sé að fara í partý og fá nammi og kökur. En hann fær nú líka að prófa það seinna. Þau eru bæði rosalega dugleg í sundi. Auði fer mikið fram eftir hún fór að vera með eldri krökkum.Krakkar hér fara bara í skólasund í eitt ár. Sennilega í 3ja bekk. Okkur finnst það nú ekki alveg nóg. Svo við reynum að halda þeim eitthvað lengur í sundi. Auði langar mikið að æfa fimleika, svo kannski við reynum það næsta vetur. Hún hefði allavega gott af því að æfa jafnvægi og svoleiðis. Hún líkist því miður móðir sinni að því leyti. En sennilega getur hún orðið betri ef hún æfir sig svona ung.
Í morgun fórum við út að leika og skoða dýr. Við fundum lítinn dýragarð hérna rétt hjá. Það þótti mjög spennandi.
Í kvöld er svo stefnt á að hara saltkjöt og baunir. Við erum búin að salta lambakjöt og vonum það verði gott.
Kveðja
TIsetgengið og rottan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.