Vorstemning

Kæru bloggvinir

vorið hefur eithvað verið að sýna sig um helgina. Börnin hafa ekki fengist til at koma inn, þau hafa verið eins og kálfarnir á vorin. Það er náttúrlega rosa gott að þau nenni að vera úti.

Á föstudaginn var nóg að gera í fundarhöldum. Það var byrjað á fundi í leikskólanum. Þær eru rosalega ánægðar með Ágúst og finnst hann mjög duglegur. Hann leikur við alla og spáir í að enginn sé útundan. Hann er eitthvað latur við að klæða sig sjálfur. Sennilega áhugaleysi og of mikil þjónusta heima. En það ætti nú ekki að vera erfitt að ráða bót á því. Það er auðvitað rosa gott að heyra að honum gangi svona vel. Það skiptir öllu máli. Eftir þetta fór frúin til læknis og svo þurftum við að fara á enn einn fundinn. Síðan var frúnni boðið út að borða á einhvern sushiveitingastað. Það er sjaldan sem maður fær svoleiðis, af því það er enginn svoleiðis staður hér í nágrenninu.

Í gær var svo farið í leiðangur til Ribe. Við þurftum að láta skoða sjónina. VIð bjuggumst við að þurfa að blæða í ný gleraugu, en sluppum sem betur fer við það. Frúin þurfti bara ný sólgleraugu. Þetta varð því ekki eins dýrt og maður hélt. Þeir eru komnir með einhverja nýja tækni þar sem þeir geta tekið mynd inni í auganu. Þeir hafa víst bæði fundið sykursýki hjá fólki og ung stelpa fékk að vita að hún væri með æzli. Það er nánast óhuggulegt að það sé hægt að sjá svoleiðis í gleraugnabúðinni. Hér fer maður ekki til augnlæknis nema í mjög sérstökum tilfellum.

Seinnipartinn í gær var okkur svo boðið í kaffi til Evu gömlu. Hún vildi endilega sitja úti í garði, það var einhver smá sólarglæta. Danir eru alveg óðir að sitja úti um leið og það Þsést til sólar. Þó maður sitji úti og sé skítkalt, þá finnst þeim þetta óskaplega huggulegt.

Í morgun kom nágranni okkar með 4 rósir sem hann var víst búinn að lofa bóndanum að fá. Hann þurfti að losna við þær. Það varð því að finna stað fyrir þær og koma þeim í jörðina í flýti. Þetta hafðist allt saman. Svo er bara vika eftir í páskafrí. Það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur alltaf áfram.

Rottan lét lífið stuttu eftir síðustu færslu. Bóndinn las á netinu að þær væru sólgnar í rúsínur, svo hann lét rúsínu í gildruna og viti menn, stuttu seinna lá hún í valnum. Frekar ókræsilegt.

Jæja ætli þetta sé ekki nóg í bili

kveðja

Tisetgengið 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ.

Hér er sko ekki vorlegt, í gær gekk á með éljum og roki en í dag er hávaðarok og rigning en reyndar 9 stiga hiti. Fórum í Rvík í dag í rokinu því Steinunn Björk varð 30 ára og buðum öllu liðinu á Hamborgarafabrikkuna. ÞAr fékk hún óskalag og ókeypis ís í eftirrétt í tilefni afmælisins. Svo eru nú bara 4 kennsludagar í páskafríið en nóg að gera þá daga því árshátíðin er alltaf í vikunni fyrir páskafrí og allt á haus í undirbúningi hjá krökkunum. Við ætlum að fara í sumarbústað á Flúðum um páskana og hafa það náðugt nema ef veðrið fari eitthvað að stríða okkur en vonandi gerist það nú ekki. Annars er allt það sama að frétta héðan úr sveitinni.

Gunna og Bragi

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 13.3.2016 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband