20.3.2016 | 18:47
Rottan genginn aftur
Kæru bloggvinir
það hefur verið fallegt veður undanfarið, en ennþá svolítið kalt. Börnin eru alltaf úti að leika allan daginn. Við erum öll komin í páskafrí. Það verður sennilega reynt að slaka á. Börnin þurfa allavega á því að halda. Og sennl að ilega foreldrarnir líka.
Bóndinn heldur að rottan sé snúin aftur. Það er verið að grafa í sundur veginn hérna fyrir utan og þær eru sennilega á flótta. Það á að breyta skólpinu og þá þarf að grafa alla götuna upp. Þegar rignir þá fer allt á flot, svo þeir eru að breyta þessu eitthvað til að taka við öllu vatninu. Vonandi að það hjálpi. Það verður ekki skemmtilegt að hafa götuna alla sundurgrafna í langan tíma og þurfa að leggja bílnum langt í burtu. En þetta hlýtur að reddast.
Ágúst er búinn að vera að suða um í svolítinn tíma að fá að heimsækja dagmömmuna. Ég var svo heppin að hitta hana í búð í gær og fékk leyfi til að koma með Ágúst á þriðjudaginn. Hann var voða glaður. Hana vantar börn, svo hún verður kannski að hætta. Það er ekki mikil endurnýjun í fólki hér í bænum og þess vegna ekki lítil börn. En vonandi koma börn einhvers staðar annars staðar frá.
Annars hefur allt verið í sömu skorðum. Við fórum í heimsókn til Odense í dag. Börnin voru úti að leika mestallan tímann. Það var voða gott veður meðan sólin skein. En fljótt að kólna þegar sólin fór.
Ætli maður reyni ekki að taka til hérna í fríinu. Bóndinn þreif gluggana að utan og innan í vikunni. Maður áttaði sig ekki á hvað þeir voru skítugir fyrr en þeir voru orðnir hreinir. Maður sér orðið út í garð aftur. Það er ótrúlegt hvað maður getur vanið sig á.
Við erum búin að vera að horfa á íslenska sakamálaþáttinn ófærð. Við eigum einn þátt eftir. Það er voða gaman að sjá myndir frá Íslandi. Dönum þætti nú eitthvað glæfralegt að þeir keyra um án þess að hreinsa snjóinn af bílunum og aðalleikarinn alltaf hálfber í snjókomunni.
Jæja ætli sé ekki best að fara að kíkja á kassann.
kveðjur úr Tiset
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.