Vor í lofti

Kæru bloggvinir

það virðist vera að vora meira hjá okkur. Það er orðið nokkuð hlýtt á daginn, en frúin þurfti samt að skafa ís af bílrúðunum í vikunni. Börnin njóta þess að það sé komið hlýrra veður og vilja gjarnan vera úti að leika. Það er búið að draga fram hjól og ýmislegt til að leika með utandyra. Það er um að gera að hafa nóg fyrir stafni. Enda eru þetta mjög virk börn sem við eigum. Þau geta búið til leiki úr´ótrúlegustu hlutum. Í dag fórum við á leiksvæði inn í Gram, þau höfðu engan áhuga á leiktækjunum, en fóru að safna sprekum og steinum og gera eitthvað með þeim. Þau hafa verið betri að leika sér saman undanfarið. Það slettist auðvitað stundum upp á vinskapinn, en gott ef þau geta skemmt hvort öðru. Það búa engir vinir þeirra hérna nálægt.

Það er búið að grafa götuna hérna fyrir framan upp, svo við þurfum að leggja bílnum smá spöl hérna frá. Vonandi að þeir verði ekki mjög lengi að þessu. Það verður eitthvað skemmtilegt þegar þeir loka aðalveginum hérna gegnum bæinn. Það er þó stór kostur við þetta, við sleppum við alla umferðina á meðan gatan er lokuð. Börnin geta hjólað hérna um, án þess maður sé dauðhræddur við að það komi eitthvað fyrir.

Í gær var rennt til Þýskalands til að klippa drengina. Það er opnað kl. 8 á morgnana og við vorum komin 5 mínútum fyrr, það voru þegar komnir 5 í röð að bíða. Þetta er mjög ódýr klipping, svo þetta er mjög vinsælt. Þetta tekur ekki langan tíma, svo við skelltum okkur í eina búð líka. Það er hægt að spara pening á sumum hlutum ef maður kaupir það í Þýskalandi og þegar meður er kominn á staðinn er um að gera að nýta sér það.

Bóndinn er enn lélegur til heilsunnar. Hann hóstar ennþá mikið, svo það er spurning um að kíkja aftur til læknis.

FRúin er að fara á námskeið aftur á fimmtudaginn og verður í tvo daga. Það verður fínt að komast í smá orlof. Hún gistir á hóteli og fær morgunmat og allt saman. Ekki á hverjum degi sem maður kemst í svo feitt.

Bóndinn tók sig til í gær og steikti ástarpunga. Við höfum ekki prófað þetta áður, en hann sá matreiðsluþátt í sjónvarpinu þar sem Danir voru að gera eitthvað sem líktist ástarpungum, svo hann vildi endilega prófa. Hann gerði báðar sortir. Þessir íslensku voru nú betri. EN það er kannski bara af því maður þekkir þá.

Ágúst er orðinn alveg eins og systir hans var á þessum aldri. Hann þarf að gaufa í öllu og óttalegt vesen á honum þegar hann er úti. Hann hjólar af stað, en verður svo að skoða allt mögulegt á leiðinni. En þetta er auðvitað mikilvægt að prófa allt vel og vandlega, svo maður verður bara að sýna þolinmæði.
Við fórum í dag í minidýragarðinn í Gram og skoðuðum litlu nýfæddi lömbin, þau voru auðvitað óskaplega krúttleg.

Jæja best að fara að veiða soninn upp úr baðinu. Þau voru svo skítug eftir daginn, svo þeim var hent í bleyti.

Kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ

Hér er vorveður líka, alla vega í dag, en það er víst spáð leiðindaveðri á morgun aftur.undecided Við héldum í sumarbústaðaferð um páskana og tókum "börnin" með. Það var rosa gaman enda langt síðan við öll 5 höfum verið saman 4 heila daga. Það var mikið borðað, spilað og hlegið og svo var Harry Potter maraþon, við horfðum á 6 myndir af 8. Við prufuðum líka nýjan mat sem Steinunn Björk sá um, hvannarsúpu og kornhænuegg, það smakkaðist bara ágætlega. Stefán og Einar voru nú hefðbundnari og grilluðu bara hamborgara fyrir okkur. Bragi sá svo um grillið 2var og þá voru grillaðar gæsabringur og lambafille í annað skiptið og svo læri með öllu á páskadag. Við gerðumst líka túristar á laugardeginu og skoðuðum Skálholt, Gullfoss og Geysi og þar var ekki þverfótað fyrir öðru túristum.

Annars er allt gott að frétta af okkur enda eigum við ekki peninga í skattaskjóli eins og sumir. Mesta lagi að við ættum nokkra aura í útibúinu í Kolbeinsey. innocent

Kær kveðja

Gunna og Bragi

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband