Vegavinna

Kæru bloggvinir

þá er víst aftur kominn sunnudagur. Hvert fara þessir dagar eiginlega? Við héldum að vorið væri komið, en það var þvílíkt él hérna á fimmtudagsmorguninn. Frúin þurti að fara eldsnemma með lest til Holstebro, þriggja tíma lestarferð. Hún var að fara á tveggja daga námskeið. Eina sem Auður og pabbi hennar hafa áhyggjur af þegar svoleiðis er, er hver á að greiða og setja eitthvað í hárið á prinsessunni. Hún er reyndar orðin mjög dugleg að greiða sér sjálf, en getur ekki sjálf sett teygju í. Það er örugglega ekkEn þei langt í að hún fari líka að geta það. Þetta þarf allt að vera eftir settum reglum. En einhvern veginn hafðist þetta nú hjá þeim. Það var vorhátíð í skólanum hjá henni á föstudaginn. Þau sungu og sumir dönsuðu, eða léku leikrit.Þetta var rosa flott og vel af sér vikið hjá krökkunum að kunna þetta allt utan að. Í þriðja bekk byrja öll börn að læra á blokkflautu. Okkur hlakkar óskaplega mikið til þess. Blokkflauta er eitthvað það skelfilegasta hljóðfæri sem hefur verið fundið upp. En þetta slapp allt saman núna, þau voru greinilega búin að æfa sig vel. Auður var búin að vera rosa spennt ogo gat varla beðið með að sýna okkur hvað hún var búin að æfa. Henni fannst þetta rosa skemmtilegt. Frúin var næstum búin að missa af þessu öllu. Hún þurfti að drífa sig af námskeiðinu með lest og átti að skipta einu sinni. Fyrsta lestin var of sein, svo það voru ekki nema 2 mínútur til að hlaupa á aðra teina og komast í næstu lest. Sem betur fer hitti hún lestarvörð sem gat sagt henni til, annars hefði hún ekki komist. Það mátti ekki tæpara standa. En þetta er nú voða týpískt þegar maður er að drífa sig.  

Við höfum verið eitthvað löt í vorverkunum, en frúin druslaðist út í gær og gerði eitthvað smá. Það hefur eiginlega ekki verið neitt sérstaklega hlýtt, nema rétt á meðan sólin skín. Börnin eru mjög dugleg að leika sér úti við. Þau fara stundum alveg óvart að leika sér með vatn og gera eitthvað sem þau mega ekki.

Gatan er ennþá öll sundurgrafin. Við vorum að vona að þeir myndu loka henni fyrir þessa helgi, en það hefur voða lítið gerst. Alveg ótrúlega pirrandi. En það hefur sem betur fer ekki rignt svo mikið síðustu daga, svo það er ekki eins mikill sand- og drulluburður hér inn.

Við renndum til Ribe áðan og fórum að skoða dýr og svo varð að renna við og kaupa sokkabuxur á ungfrúnna. Stórutærnar á henni eiga það til að kíkja gegnum efnið. Hún ætti að vera orðin birgð upp fram á sumar. Þá fer hún bara í legginsbuxur. Hún getur ekki beðið eftir að mega vera á tásunum. Helst myndi hún nú vilja vera sem minnst klædd.

Þau systkin eru orðin betri að leika sér saman, þau elska hvort annað, svona þegar vel gengur, en það slettist líka fljótt upp á vinskapinn og þá verða þau ægilega pirruð, en geta samt ekki án hvors annars verið.

Ágúst er mjög ánægður á leikskólanum og vefur þeim víst um fingur sér. Það er hans sérgrein. Hann veit alveg á hvaða hnappa hann á að ýta. En hann er mjög umhyggjusamur og vill að allir hafi einhvern að vera með. Hann er eins og systir sín, mjög fljótur að læra söngtexta og glöggur á staðsetningar. Þau muna ótrúlega vel, hvort þau hafi verið einhvers staðar áður. Þau hafa það alveg örugglega ekki frá móður sinni.

Jæja ætli við látum þetta ekki gott heita í bili

Kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband