Aftur í gamla horfið

Kæru bloggvinir

við tókum frí frá skriftum hér inni meðan við vorum á Íslandi, enda nóg annað að gera en að blogga. Tíminn líður alltaf alltof hratt meðan maður er heima og áður en við er litið, er kominn tími á að fara heim aftur. Heimferðin gekk ótrúlega vel, þrátt fyrir að lestinni sem við áttum að fara með hafi verið aflýst og við vorum hrædd um að við kæmumst ekki frá Kaupmannahöfn. Það eru ekkert allt of margar ferðir svo seint á kvöldin, svo þetta var nú ekkert rosalega skemmtilegt. En allt hafðist þetta. Inn og út af lestum og öðrum faratækjum með töskur og börn. Við vorum ekki komin heim fyrr en kl. 3 um nóttina. Fólk hefur því verið með töluverða timburmenn hér síðustu viku og líka núna um helgina. Það bætti nú heldur ekki úr að maður færði klukkuna aftur þegar við komum hingað út.

Börnin voru voða fegin að komast aftur í skóla og leikskóla. Í gær vorum við á leiksvæði með bekknum hennar Auðar. Það var mjög fínt og börnin skemmtu sér rosalega vel. Veðrið var allt í lagi, en engin sól. Það er mjög óstöðugt veður hérna. Ekki beint vorveður, en ekki samt slæmt veður. Áður en við fórum til Íslands var gróðurinn aðeins farinn að taka við sér, en eftir við komum heim var allt komið á kaf, svo við fórum í það í dag að reyna að ráða bót á því. Rabarbarinn var orðinn rosa mikill um sig, svo það var grisjað aðeins úr honum. Jarðarberin hafa líka tekið mikinn kipp, svo kannski verður rosa uppskera í sumar. 

Frúin er búin að lofa að taka þátt í að syngja með einhverju nokkrum öðrum konum á miðaldahátíð í Ribe. Fyrsta æfing var meðan frúin var á Íslandi, svo það er mæting í næstu viku. Spurning, hvort það sé hægt að nota svona týpu eins og mig. Það kemur í ljós. Það er sennilega aðalmálið að maður haldi lagi.

Annars erum við bara að reyna að komast í gír, maður verður víst að vinna alla daga núna, þar til það kemur sumarfrí. Það ætti nú að hafast.

Jæja best að fara út i góða veðrið aftur og slaka á.

Kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ

Gaman að hitta ykkur þótt stutt væri. smile Bragi er núna í flugi til Barcelona cool  og ég er ennþá að vinna. foot-in-mouth  Svo verður bara að drífa sig við það að fara að pakka.

Kveðja úr sveitinni.

Gunna og Bragi

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 23.5.2016 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband