29.5.2016 | 15:06
Tiltekt
Kæru bloggvinir
það lítur út fyrir að sumarið sé eitthvað að láta sjá sig meira. Það hafa verið fínir dagar undanfarið, en í dag þó frekar skýjað. Við erum búin að vera að taka til bæði uppi á lofti og í geymslunum. Það er ótrúlegt hvað maður safnar að sér miklu drasli, þó maður sé alltaf að reyna að henda. VIð erum allavega mjög tiðir gestir á ruslahaugunum. Gott maður þarf ekki að borga fyrir að henda rusli hérna, eins og heima á Íslandi.
Við erum búin að grilla í gær og ætlum að grilla í kvöld. Í gærkvöldi borðuðum við úti í fyrsta skipti og það er alltaf mjög huggulegt. Krökkunum finnst það rosalega skemmtilegt. Þau eru búin að vera úti í mest allan gærdag og líka í dag. Þau sofna líka mjög fljótt á kvöldin. Þau eru mikið úti í skóla og leikskóla líka. AUður fór á landbúnaðarsýningu á föstudaginn, með skólanum. Það var víst mjög skemmtilegt. Svo var opið hús hjá skátunum á föstudagskvöldið og það var grillaður kjúklingur og grænmeti. Það er óskaplega lítil stjórn á þessum skátum og þeir sem eiga að stjórna eiga eitthvað mjög erfitt með það. Það virðist vera mjög oft þannig í sjálfboðastarfi hérna í Danmörku. Það má sennilega ekki skamma blessuð börnin og láta þau hlýða.
Annars er her allt komið í fasta ramma eftir fríið á Íslandi. Það tekur alltaf smá tíma að komast í samt far aftur, en allt hefst þetta nú að lokum. Auður fær ekki sumarfrí í skólanum fyrr en eftir mánuð, en það er víst ekki svo alvarlegt það sem þau gera þessa dagana.
Bóndanum og okkur var boðið í afmæli, bóndinn hélt það væri í dag, svo við ætluðum bara að rölta þangað. Okkur leist ekki á blikuna þegar við sáum ekki fánann dreginn að húni, það var enginn heima, en við komumst svo að því að afmælið er ekki fyrr en næsta sunnudag. Bóndinn hafði bara misskilið málið. Við eigum þá bara afmælisveislu til góða.
Jæja það er víst ekki svo mikið annað að frétta núna.
Kveðja frá Tisetgenginu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.