Sumar og sól

Kæru bloggvinir

það er þvílíkt búið að vera veðurblíða hér síðustu dagana. Maður hefur varla þolað við, hvorki innan dyra né utan. Það er alveg rosalega rakt og mikill þrúgandi hiti. En börnin kvarta allavega ekki og hafa varla komið inn hér síðustu daga. Í gær komu Óli og Guðný í heimsókn og það var sett upp sundlaug hérna úti í garði. Það sló algjörlega í gegn og þau komu ekki inn fyrr en seinnipartinn í gær, og voru þá alveg búin á því. Maður var rosalega dasaður eftir allan hitann. Það er heldur meira skýjað í dag, en samt mjög heitt

Við fórum í 60 ára afmæli hérna á næsta bæ, hjá bóndanum sem selur okkur trépillur. Konan hans varð 60 ára. Hann var nýbúin að innrétta bílskúrinn sem veislusal, svo þetta var voða fínt, en það bergmálaði svo mikið þar inni að það var nánast ekki líft þar inni. Það var að byrja mikil ræðuhöld, svo við drifum okkur heim.

Það er mikið búið að taka til hérna undanfarið. Henda einhverjum ósköpum af drasli og einhverju sem hefur safnast upp síðustu árin. Það virðist vera mjög auðvelt að safna að sér alls konar drasli þegar maður hefur mikið pláss til að geyma það á. En þá er auðvitað mjög gott að losa sig við það sem maður hefur ekki notað lengi. Það er mikið að gerast hjá okkur. Við erum búin að selja húsið og ætlum að byrja á að flytja inn til Gram. Það er nú ekki auðvelt að fá hús, því það er svo mikið af flóttamönnum sem þurfa á húsnæði að halda. Ef allt fer að óskum þá flytjum við um næstu mánaðarmót, svo það er nóg að gera. Það verða viðbrigði að flytja eitthvað annað þegar maður er loksins búin að koma sér sæmilega fyrir hérna. En við fáum allavega meira pláss og það er nú ekki leiðilegt. Þá geta krakkarnir fengið sitt hvort herbergið og verða nú örugglega ánægð með það.

Annars er nú ekki mikið annað að frétta héðan. Það er nóg að gera í allskonar lokahófum í skólanum og leikskólanum og hinu og þessu. Sumarfríið er ekki fyrr en um miðjan júlí. Það verður nú sennilega notað í að slaka á og koma sér fyrir á nýjum stað.

Jæja ætli sé ekki best að fara að sjá til þess að börnin fari sér ekki að voða í sundlauginni.

kveðja frá Tisetgenginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ

Það er nú stórfrétt hjá ykkur ef þið eruð að flytja, það eru ekki litlar fréttir. Við bíðum ennþá eftir að skrifa undir kaupsamninginn fyrir Lyngbrautina, það tafðist eitthvað hjá fólkinum sem er að kaupa af fólkinu sem er að kaupa af okkur.foot-in-mouth   Þannig að við erum þá ekki heldur búin að skrifa undir með Heiðarholtið og ekkert farin að gera þar. Veit ekki alveg hvernig þetta fer. Svo erum við að fara út til Ítalíu á eftir og gerum þá ekkert í viku. Eigum samt að skila af okkur 1. júlí en kannski getum við eitthvað seinkað því, reynum það allavega. Annars er æðislegt veður hér núna en spáð rigningu í Florens. yell Annars er allt gott að frétta.

Kær kveðja

Gunna og Bragi

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 6.6.2016 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband