14.8.2016 | 18:16
Sólarglæta
Kæru bloggvinir
Það hefur sést aðeins til sólar í dag, það var orðin þörf á, eftir alla þessa skýjuðu daga. Það hefur nú samt ekkert verið einhver rjómablíða, en maður er orðin svo þreyttur á skýjuðu veðri að maður verður glaður bara af að sjá sólina. Þeir eru búnir að lofa góðu veðri næstu viku. Við sjáum hvað verður.
Það er allt að komast í samt horf aftur eftir fríið. Auður er komin á fullt í skólanum og þarf að skrifa bókstafi á hverjum degi. Við fórum svo á bókasafnið í dag og fengum lánaða bók sem hún getur æft sig á að lesa í. Þetta er allt að koma hjá henni. Það er voða gaman að sjá það. Hún er auðvitað voða stolt af því þegar hún getur lesið smávegis. Þau eiga að skrifa nokkrar línur á hverjum degi. Svo foreldrarnir eru í fullri vinnu. Svo þarf hún líka að reikna. Það er enginn smá munur frá stubbabekknum. Þar hafði hún enga heimavinnnu. Þetta verður meira og meira alvarlegt.
Ágúst er voða sáttur í leikskólanum. Hann leikur við marga ólíka og virðist una sér mjög vel. Við förum oft á leiksvæði hérna rétt hjá og honum finnst mjög gaman að hlaupa á hlaupahjólinu sínu. Þau eru alltaf sprengfull af orku bæði tvö. Maður skilur ekki alltaf hvernig er hægt að hafa svona mikla orku.
Á fimmtudaginn fórum við í grillpartý hjá þeim sem halda vinakvöldverðina. Þeir byrja svo aftur í næsta mánuði. Þetta er allt saman mjög vinalegt fólk, en það er nú ekkert auðvelt að kynnast því svona nánar. Það á nú almennt við fólkið hérna finnst manni. En það er ekkert hægt að breyta því.
Á föstudaginn var svo menningarhátíð í bænum og það voru meðal annars einhverjir sirkuskarlar að gera einhverjar kúnstir. Þetta var mjög spennandi.
Í dag buðum við svo kunningjum okkar í kaffi. Hann hjálpaði okkur við að flytja, svo okkur fannst við skulda honum smá kaffiboð. Þau eiga 4 lítil börn sem Ágúst og Auður þekkja vel. Það var svolítill munur að hafa 6 börn hérna inni, miðað við í TIset. Maður finnur næstum ekki fyrir því, því það er svo mikið pláss.
Jæja best að koma sér í sófann í smástund fyrir háttinn
GRamgengið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.