21.8.2016 | 15:03
Skorkvikindaævintýri
Kæru bloggvinir
Sumarið hefur greinilega bara ákveðið að vera hjá ykkur í sumar. Það er eitthvað voðalega óstöðugt veður hér. Þeir eru að lofa rjómablíðu síðast í þessari viku, en við erum eitthvað að efast um það. Það væri auðvitað mjög gaman að fá gott veður.
Auður er orðin mjög dugleg að æfa sig að lesa, vuð lesum næstum á hverjum degi og skrifum smávegis líka. Þetta reynir töluvert á uppeldisgenin í frúnnil. Það er ástæða fyrir því að hún varð sálfræðingur en ekki uppeldisfræðingur. Það er vonandi að börnin verði ekki fyrir allt of miklum skaða. Hana vantar voða mikið vinkonur að leika við. En í dag fór hún til stelpu sem býr hérna nokkrum húsum frá og við vonum að það geti gengið upp. En það er erfitt að segja. Það virðist voða mikið fár í kringum hvern börnin leika við og sumir vilja ekki að börnin leiki við einhver ákveðin börn og svo framvegis. Svo eru bara mjög mörg börn aðeins eldri en Auður sem leika ekki lengur með dót. Þau sitja sennilega bara í tölvum eða einhverju svoleiðis. Það finnst manni nú ansi snemmt að hætta að leika sér. SVo vesalings börnin okkar eiga hvorki síma eða spjaldtölvu. VIð reynum að fara út með þau þegar við erum í fríi og láta þau leika sér.
Bóndinn er búin að vera að sanka að sér græjum og plötuspilara fyrir afmælispeninginn. Nú er maður alveg á fullu að hlusta á tónlist. Það er orðið langt síðan við höfum haft almennilegar græjur. Nú er svo búið að draga fram plötur og verið að hlusta á eldgamla tónlist. En mikið rosalega hefur maður saknað þess. Það er ekki fyrr en maður fær tækifæri til þess aftur að maður fattar, hvað manni hefur vantað þetta mikið.
Á fimmtudaginn fórum við að skoða reiðskóla hérna rétt hjá. Auði langar voða mikið að prófa. Henni leist mjög vel á og við ætlum að fara í prufutíma á fimmtudaginn. Það verður spennandi að sjá hvernig það gengur. Við stóðum og vorum að horfa á hesta og þða kom geitungur og stakk frúnna á milli brjóstanna. Maður hélt nú að þetta væri ýkt, hvað þetta væri vont, en að er það víst ekki. Þetta er ennþá aumt, eftir 3 daga. En maður varð nú að halda andlitinu og spila svaka hetju, svo börnin yrðu ekki hrædd. VIð segjum þeim alltaf að þeir ráðist ekki á mann, nema maður geri þeim eitthvað og að þetta sé ekkert svo vont! :) En þetta var fyrsta stungan eftir 16 ár hér í landinu. Svo var frúin eitthvað að státa sig á því að hafa heldur ekki fengið mýbit. Á föstudaginn fórum við Auður í skátana og fórum út í móa að leita að brómberjum og urðum svoleiðis étin upp til agna. Maður á aldrei að vera að monta sig af svona.
Í kvöld verður svo boðið upp á kjötsúpu. Bóndinn´er á kafi í pottunum. Það verður aldeilis veisla og svo næstu daga líka, því það er alltaf svo mikill afgangur.
´Bóndinn átti nefnilega afmæli í vikunni og var búinn að spyrja Ástu og Óla vini okkar hvort þau ættu lambakjöt. Við fengum nokkra poka af kjöti. Meirihlutinn var nautakjöt, svo í staðinn fyrir kjöt í karrý á afmælisdaginn fékk bóndinn nautasteik og svo verður lambakjötið í kvöld. Hann er víst alveg sáttur með það.
Jæja best að fara að hjálpa honum
Kveðja
Gramgengið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.