23.10.2016 | 14:06
Hausthrollur
Kæru bloggvinir
þá er komið klassískt danskt haustveður. Skítakuldi og rigning. Þeir eru eitthvað að tala um að það eigi að frysta í nótt. En sennilega er það nú ekkert mjög mikið. Það er allavega ennþá hitatölur á daginn. Það þarf sennilega að fara að huga að því að fá vetrardekkin undir bílinn.
Auður er búin að vera heima alla vikuna í fríi. Við tókum Arndísi með okkur frá Odense á sunnudaginn og hún var sótt aftur á fimmtudaginn. Þær voru voða góðar saman. Það slettist auðvitað eitthvað upp á vinskapinn, en ekkert sem orð var á hafandi. Bóndinn skildi þær meira að segja eftir einar heima í smátíma. Það þótti þeim ekkert mál. Það er rosa munur að hafa svona vinkonur sem geta leikið og leikið, án þess að það sé eitthvað rosa vesen.
Frúin fór svo í frí á fimmtudaginn. Það var voða gott að fá smá auka frí. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera. Á föstudaginn fékk Ágúst heimsókn frá einum vini sínum af leikskólanum og Auður fór í sund með pabba sinum. Hún saknar þess pínu að vera ekki í sundi, en það er ekki hægt að vera í öllu. Það er rosa þægilegt að hafa svona viku þar sem það er ekkert að gerast í frístundum eða skóla. Þá er hægt að plana daginn í allt mögulegt annað.
Auður fékk svo Ágústu vinkonu sína í heimsókn í gær. Þær hafa lítið hist eftir að við fluttum frá Tiset. Það var nú samt eins og þær hefðu engu gleymt.
Í dag fór Ágúst svo og lék við vinkonu sína af leikskólanum. Hann var þar megnið úr deginum. Það er aldeilis munur að hafa svona ókeypis barnapössun. Ágúst virðist geta leikið við marga krakka, á meðan þetta er eitthvað meira vesen hjá Auði. Það er kannski bara af því hún er stelpa og þær eru oft með meira vesen.Hún er farin að reyna að vera eitthvað sætari við bróðir sinn. Hún er sennilega búin að finna út að það borgar sig, svo hann nenni að leika við hana. annars finna þau nú upp á ýmissi vitleysu.
Svo er bara heil vinnuvika framundan. Það er bæði gott og slæmt. Það er gott, því þá er meiri tími til að gera það sem þarf í vinnunni, en það er nú samt voða gott að hafa smá tíma hérna heima. En það væru sennilega ekki feit launaumslögin, ef maður væri heima alla daga og sennilega yrði það þreytandi til lengdar.
Annars er ekki mikið annað í fréttum héðan.
Kveðja Gramgengið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.