Hrekkjavaka

Kæru bloggvinir

Héðan er allt gott að frétta. Haustið hefur verið milt að undanförnu og þetta frost sem var búið að lofa hefur ekkert komið. Við kvörtum nú ekkert yfir því.

Hér á heimilinu er allt á fullu í undirbúningi fyrir hrekkjavöku. VIð ætlum að hitta nokkra kunningja og vini og borða saman og leyfa krökkunum að fara og sníkja nammi. Það er víst aðalmálið. Þau hafa nánast ekki getað beðið af spenningi. Auður er sérstaklega tæp á tauginni, enda hefur hún meiri skilning á því hvað er á ferðinni.

Við rifjuðum upp gamlar minningar frá Tiset á föstudaginn. Það kom óboðinn gestur í ruslaskápinn og gæddi sér á innihaldinu í ruslapokanum. Maður hélt nú að maður yrði óhultur hér á 1 hæð, en nei greinilega ekki og bóndinn búinn að pakka niður músagildrunni. Húseigandinn lofaði að kíkja eitthvað á þetta, en það er nú svo sem ekki til að vita, hvort það gerist eitthvað. Það er nú ekkert sérstaklega huggulegt að vita af svona kvikindum í húsinu, en þetta er svo algengt hérna, að þetta þykir ekkert tiltökumál.

Í gær var ráðist í að baka hrollvekjandi kökur og skreyta húsið fyrir hrekkjavökuna. Bóndinn er mjög hrifinn af þessu, svo honum finnst þetta voða gaman. Þetta er kannski bara upphitun fyrir jólaskreytingernar. Danir taka þessa nú eitthvað meira með ró. Þeir eru ekki mjög hrifnir af svona amerískum siðum.

Í nótt færðum við klukkuna, það er nú alltaf jafn pirrandi. AUður vaknaði klukkan 6 í morgun og gat alls ekki sofnað aftur. Ekki á það bætandi að hún er líka að deyja úr spenningi yfir deginum í dag. Maður verður nokkra daga að komast í rétta rútínu aftur með svefninn.

Annars er víst lítið annað héðan að frétta. Held við séum ekkert að tala um kosningarnar. Bóndinn var búin að plana að vaka í nótt yfir úrslitunum, en hann kom víst upp í um 2 leytið og var búinn að gefast upp. Ætli við komumst ekki í heimsfréttirnar fyrir þetta, eins og fyrir að fegurðardrottningin er of þybbin. Maður er nú ekki alveg að ná upp í nef sér yfir þessu bulli.

Kveðja úr Gram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband