Músagangur

Kæru bloggvinir

það er farið að kólna heldur og hráslagalegt veður. Það virðist vera alveg sama, hversu lengi maður býr í þessu landi, alltaf finnst manni jafn skítkalt.

Það hefur verið nóg að gera hér að vanda. Í gær var ráðist í að taka til í herbergjum barnanna. Það hefur ekki unnist tími til þess eftir við fluttum. Öllu var bara pakkað niður og enginn tími til að sortera. Það var unnið hörðum höndum og þvílíkt og annað eins drasl. Auður geymir voða marga hluti, bréfpappír og hitt og þetta, sem henni finnst mikil verðmæti í. Hún hefur aldrei leikið sér með dótið sitt, og gerir ekki enn. Það var því ákveðið að losa hana við helling af svoleiðis. Eitthvað fór upp á loft líka, sem við tímdum ekki að losa okkur við. Ágúst hefur aldrei átt svo mikið dót, svo það var ekki eins mikið mál að taka hans herbergi í gegn. En eitthvað var nú tæmt. Það var enginn smá munur að kíkja inn í herbergin eftir þessa aðgerð. Spurning, hversu lengi þetta fái að vera svona.Örugglega ekki mjög lengi.

Í gær var rennt eldsnemma til Þýskalands og drengirnir voru klipptir. Við vorum mætt 10 mín eftir opnun og það var klukkutíma bið. En þetta gekk nú allt saman og þeir feðgar voru gríðarlega fínir og ánægðir. Svo var verslað inn í leiðinni. Það var allt troðið af fólki, enda mikið að gera þegar fólk er búið að fá útborgað. 

Í dag var svo farið heljarinnar göngutúr og farið bæði og kíkt á hesta og farið á bak og svo í búðina og á bakaleiðinni fengum við kaffi hjá Evu gömlu. Hún eldist mjög hratt þessa dagana og þolir ekki eins mikið og hún hefur gert. Svo var farið í kaffihlaðborð hjá Ástu og Óla. Þar er ekki undir 17 sortum. Maður rétt náði að velta hér heim eftir þetta allt saman. Börnin voru greinilega ekki búin að fá nóga hreyfingu og þurftu að fara út að hjóla líka. Þau kvörtuðu nú mikið í morgun yfir hversu hræðilega þreytt þau voru í fótunum. Þau eru nú frekar þreytt núna og eiga örugglega eftir að detta út eftir smástund.

Frúin hefur sofið frekar órólega eftir tímabreytinguna síðustu helgi. Börnin hafa ekki fundið svo mikið fyrir því. Það er verra á vorin. Nú er svo bara bjartara á morgnana og meira myrkur seinnipartinn.

Nú fer að styttast í að það byrjí jólaskemmtanir í bæði leikskóla og skóla. Það verður nóg að gera í því.

Jæja best að fara að reyna að slaka á

Gramgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl

Hér er bara búið að vera rigning síðustu daga og hiti. Minnir frekar á vorið heldur haustið. Enginn kuldi kominn ennþá. Annars er bara allt gott að frétta, við bara sátt í heiðinni og aðeins meira líf í kotinu eftir að Steinunn flutti inn. Annars er hún nú alveg til friðs.

Bragi biður að heilsa er í útlegð í skúrnum(að mála).

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband