Jóla hvað

Kæru bloggvinir

þá er víst bara ein vika til stefnu, svo það er eins gott að maður er að verða tilbúinn.

Það var brunað til Þýskalands í gær til að klippa gengið, svo var verslað eitthvað smávegis. Það er bara eftir að renna á annan stað í Þýskalandi til að kaupa hamborgarahrygginn og kalkúninn. Við lögðum ekki í að keyra það í gær. Bóndinn getur skotist í vikunni. VIð komum við í bakaleiðinni í Tönder til að reyna að komast í meiri jólafýling. Það heppnaðist nú ekki alveg. Þetta var mest peningaplokk. Þeir eru farnir að stíla inn á barnafjölskyldur, og að ná pening af þeim fyrir alls konar bull. Við létum okkur hafa það að fara í lestarferð með svona traktorslest og hittum jólasveininn. Það var alveg nístandi kalt í gær, þó að það væri ekki frost. Það er svona hráslagakuldi hérna núna.

Á föstudaginn stóð bóndinn í ströngu við að undirbúa vinakvöldverð. VIð elduðum hamborgarahrygg með brúnuðum kartöflum og öllu saman. Þetta heppnaðist víst bara mjög vel. Allavega voru nánast engir afgangar. Þetta var  mjög huggulegt. Auður fór heim með vinkonu sinni sem er alltaf með á þessum kvöldum, svo við sáum hana ekki frá því um morguninn þar til um kvöldið. Það virtist ekki há henni mikið.

Þau systkin eru ýmist perluvinir eða miklir óvinir. Þau skilja ekkert í því að við viljum ekki hlusta á þau tuða allan daginn og þræta. Þau upplifa þetta ekki á sama hátt og við.

Helga og Kristín Júlía koma á þriðjudaginn. Það er heilmikill spenningur fyrir því og svo auðvitað fyrir jólunum og öllu sem því fylgir. Aðallega hjá Auði, en hún æsir Ágúst auðvitað upp í vitleysunni. Hann stjórnst voða mikið af henni. Hún er annaðhvort gríðarlega umhyggjusöm, eða alveg öfugt. Maður veit aldrei hvaða Auður vaknar hérna á morgnana. Hún er nú samt oftar í góðu skapi.

Það er verið að spá rauðum jólum. Það er ekki venjan að það séu hvít jól, svo við sættum okkur bara við rauð jól. Það skptir ekki öllu máli. Börnin væru eflaust til í snjó, svo maður gæti farið að renna sér, en það verður ekki á allt kosið.

Það er verið að stefna á að slaka vel á í jólafríinu. Það kemur í ljós hvernig það á eftir að ganga. Bóndinn skellti sér í að baka fleiri piparkökur í dag. Hann vildi svona gamaldags, sem eru seigar. Þetta heppnaðist alveg ljómandi vel hjá honum.

Jæja ætli sé ekki best að reyna að fara að hafa stjórn á þessum börnum.

 

Kveðja

Gramgengið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband