Afslöppun

Kæru bloggvinir

þá er vika þrjú í gifsi að renna sitt skeið. Þolinmæði frúarinnar er alvarlega í prófun. Það er búið að era mildara veður þessa vikuna, en voða mikið grámygluveður. Ágúst er orðin voða kvefaður, hann hefur ekki verið að síðan hann var pínulítill, svo hann er ekki alveg að fatta þetta.

Frúin er búin að fara út nokkrum sinnum í vikunni. Það er stærra verkefni að koma henni út, upp og niður tröppur og út í bíl. En mjög gott að komast út í ferskt loft.

Bóndinn og Auður renndu til Þýskalands í verslunarleiðangur í gær. Það vra ekki svo leiðilegt að sleppa við það. Einn af fáum kostum þess að vera í gifsi.

Annars gengur hér allt sinn vanagang. Auður er ennþá í reiðskóla. Við ákváðum að tala við kennarana og heyra hvort að Auður gæti fengið að prófa annan hest. Þessi sem hún var á, var alls ekki að gera sig. Hún fékk að prófa annan hest á fimmtudaginn og það gekk allavega mikið betur. Þetta eru almennt hálfgerðar truntur. Það er kannski ekki auðvelt að fá hesta í svona störf. Við vonum að þetta eigi eftir að skila meiri árangri.

Síðustu jólagjafirnar bárust í vikunni. Það olli nú einhverjum ruglingi. Auður vildi vita, hvenær að kæmu jól aftur. Skildi ekki alveg í þessu.

Við fórum í vinakvöldverð á föstudaginn. Frúin var dregin með, það er eins og hafa lítið barn með, það þarf að hafa hjólastól og hækjur með. Það þarf þó ekki að hafa skiptitösku með bleium og svoleiðis. Sem betur fer.

Við fórum líka í samtal í leikskólanum í vikunni. Ágúst fékk mikið hrós. Hann er rosalega góður að leika, bæði við stráka og stelpur og hugsar vel um þá sem eru eitthvað leiðir. Stundum á hann erfitt með að þegja. Hann á nú líka frekar erfitt með það hérna heima. En það er nú senniega ekki mjög stórt vandamál. Hann er eldfljótur að læra söngva og það sem þau annars eru að læra. Ekki leiðilegt að fá svona góð meðmæli með drengnum.

Jæja ætli sé eki best að fara að fara að sinna börnum og búi. Frúin getur nú lítið annað en að fjarstýra því frá sófanum, með mjög misjöfnum árangri.

Kveðja

Gramgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband