5.3.2017 | 15:01
Frelsi
Kæru bloggvinir
hér ræður grámyglan ríkjum. Frekar þreytandi veður, svona fyrir andlegu hliðina. Það ætti að vera farið að vora, svona samkvæmt dagatalinu, en það er ennþá verið að spá næturfrosti og það er ennþá hálfgerður vatnskuldi.
Í gær var farið í verslunarleiðangur og keyptir bæði kuldaskór og sumarskór fyrir börnin. Við eigum von á að það sé ódýrara að versla þetta hérna núna, á útsölu, en að kaupa þetta heima. Svo það er verið að fylla gáminn. Ekki eins og við eigum ekki nóg. Við erum nú samt byrjuð að grisja eitthvað út, sérstaklega í dótinu hjá krökkunum. Þau nota það ekki svo mikið. Auður Elín er orðin mjög spennt fyrir að hugsa um gömlu dúkku frúarinnar, Auði Ösp. Við fórum að kaupa ný föt á hana um daginn og það kveikti einhvern áhuga. Það er ekki gott að vita hversu lengi það varir, en gott meðan það varir.
Í gær fórum við í heimsókn til Guðný og Óla. Það var söngvakeppni í sjónvarpinu, þar sem börn syngja og dansa. Þetta er svona eftirherma af fullorðins júróvision. Þær voru mjög spenntar fyrir þessu og fengu að kaupa snakk og nammi og svo var dansað og djammað. AUður var orðin svo þreytt um 21:30 að hún vildi fá að sofa. En það tókst að láta hana halda sér vakandi þangað til úrslitin voru kunn. Við gistum í Munkebo af því við nenntum ekki að fara að keyra heim kl. 22 í gærkvöldi. Bóndinn gat ekki sofið í svefnsófanum með frúnni, svo hann svaf við hliðina á Ágústi og var allur marinn og blár eftir spörk og slög. Ágúst fór i nokkra hringi meðan hann svaf. Ótrúlegt hvað börn eru mikið á hreyfingu í svefni. Börnunum fannst þetta mjög skemmtilegt, sérstaklega líka að fá að gista. Við keyrðum svo heim í grenjandi rigningu, eins skemmtilegt og það nú er að keyra á hraðbrautinni í svoleiðis veðri. Það er alltaf verið að framleiða sparneytnari bíla hérna og á sumum þarf að kveikja sérstaklega afturljósin. SUmir gleyma því og það getur verið mjög óþæginlegt á hraðbrautinni allavega. Alveg spurning hversu mikið maður sparar á, ekki að kveikja ljósin.
FRúin er orðin meira hreyfanleg, en því fylgir auðvitað að manni er meira illt og þetta verður fljótt bólgið, sérstaklega þegar maður er í skóm. En það er nú erfitt að vera berfættur úti á þessum árstíma.
Jæja best að fara að slaka á eftir átök helgarinnar.
Kveðja frá Gramgenginu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.