26.3.2017 | 15:22
stáluð þið vorinu?
Kæru bloggvinir
það hefur eitthvað lítið bólað á vorinu. Kannski einna helst í dag. Bóndinn fór samt í stuttbuxum út einn daginn. Frúnni fannst það nú full mikil bjartsýni. Hún er ennþá í dúnúlpunni með trefil. Það ætti nú fljótlega að fara að skipta. Við viljum gjarnan fá smá vor, áður en við flytjum til Íslands. Kunningjar okkar hér verða áræðanlega duglegir að láta okkur vita þegar það er gott veður hérna.
Á föstudaginn var vorhátíð í skólanum hjá Auði. Það var mjög gaman eins og venjulega. Ágúst fékk að fara með, hann hefur yfirleitt ekki fengið að koma með, af því þetta er á kvöldin. En Auður vildi endilega fá hann með, svo það var látið eftir þeim.
Í gær var svo brunað til Odense að heimsækja Guðný og Óla. Það var mikið fjör eins og alltaf. Það verður nú eitthvað þegar þær stöllur, Auður og Arndís eiga að kveðjast. Þær eru svaka góðar vinkonur. Auður fékk að fara og sjá Arndísi sýna leikfimi. Það var mjög spennandi. Auður hefur mikið suðað um að fá að vera með í svoleiðis, en það er svo illa stjórnað hérna, að við höfum ekki leyft henni það.
Hún fór í reiðskólann síðasta fimmtudag og brokkaði næstum allan tímann. Hún hefur ekki þorað því eftir að hún datt af hestinum um daginn. Það var einhver stelpa sem hljóp við hliðina á henni.
Seinnipart föstudagsins komumst við varla inn í innkeyrsluna hjá okkur, af því það hafði einhver bíll lagt svo pent hérna fyrir framan. Bóndinn náði að smeygja sér framhjá. Seinnipartinn í gær var bíllinn þarna einnþá, svo við hringdum á lögregluna, sem bað hann vinsamlegast að færa bílinn. Hann var svo farinn þegar við komum heim í gærkvöldi. Það er alveg ótrúlegt að fólk átti sig ekki á því að þetta sé innkeyrsla. En það leggur sennilega bara þar sem það sér laust pláss, en pælir ekkert í, hvort það sé leyfilegt eða ekki.Það er nú frekar hvimleitt. En við erum hvort sem er að flytja, svo við ´hljótum að geta lifað með þessu.
Kveðja
Gramgengið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.