30.4.2017 | 11:26
Allt á fullu
Kæru bloggvinir
hér er nóg um að vera. Sólin skín, en það er eiginlega mest gluggaveður. Börnin eru einhvers staðar utandyra að leika sér. Við náðum að losa okkur við bílinn á sunnudaginn og bóndinn fór á fullt að leita að einhverri druslu til að komast á í vinnuna. Hann fann eina í Varde, sem er aðeins norðar en Esbjerg. Hann fór með lestinni þangað á mánudaginn og keypti gamlan peugot. Hann komst á honum heim, en varð að henda honum á verkstæði og láta laga eitthvað smá í framöxlinum. Verkstæðismaðurinn fór yfir hann og samþykkti hann svona til bráðabirgða. Það er reyndar farið undan honum pústið, svo maður er eins og traktor. En það hlýtur að reddast í þennan stutta tíma. Svo selur maður hann bara í brotajárn og þá hefur maður keyrt fyrir 16.000 síðustu vikur.
Á föstudaginn var farið í vinakvöldverð í síðasta skipti. Það verður nú mjög skrýtið ekki að vera með í því lengur. Við erum búin að vera fastir gestir í 4 ár.
Í gær var svo farið á kagganum í afmæli til Odense. Við fórum í leiðinni í svona búð sem bóndinn getur fengið föt í og hann fataði sig upp. Það er ekki vanþörf á. Það eru ekki sömu möguleikar á að kaupa stór föt á Íslandi. Við erum nú smám saman að verða búin að losa okkur við það sem við ætlum. Einhver húsgögn eftir. Það sem við losnum ekki við, fer bara í Rauða krossinn. Svo eigum við líka eftir að selja tjaldið sem við höfðum hérna úti, sem geymsluskúr. Ef það er hægt að selja það. Annars verður maður bara að gefa það.
Ágúst fór líka í síðasta skipti í sund. Hann synti 100 metra og fékk skirteini fyrir. Það þótti honum mjög spennandi. Það verður nú dálítið skemmtilegra að fara í sund á Íslandi. Og helmingi ódýrara.
Það er smám saman að renna upp fyrir manni að þetta sé að skella á. Tíminn flýgur áfram. Börnin eru farin að verða ansi stressuð yfir þessu. það er ekki langt í pirringinn hjá þeim. En það er ekkert skrýtið. Þau vita ekkert hvað þau eru að fara út í.
Jæja ætli sé ekki best að fara að reyna að finna börnin, þau eru einhvers staðar úti. Við vorum búin að lofa að koma í kaffi hjá Evu gömlu.
Kveðja
Gramgengið
Í morgun hentist frúin í að pakka í nokkra kassa. Það vaxa bunkarnir af kössum. Það virðist endalaust vera hægt að finna dót til að pakka í kassa. Í
Athugasemdir
Greinilega nóg að gera hjá ykkur en hér sitjum við mæðgur að hekla og horfum á handbolta í sjónvarpinu. Hér skiptast á skin og skúrir, á föstudaginn varð allt hvítt af snjó sem rigndi í burtu í gær. Svo er sól í dag.
Annars er lítið að frétta úr heiðinni og allir biðja að heilsa.
Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 30.4.2017 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.