Fyrsta bloggið

Jæja þá er maður bara orðinn menningarlegur eftir 7 ár í Danmörku. Bara kominn med blogg. Ætlum að reyna að vera með fréttir hérna frá útlandinu.

Aðalástæðan fyrir að við köstuðum okkur út í að verða bloggarar, er að við erum búin að kaupa okkur hús hérna úti. Húsið er í litlum bæ hérna á Suður-Jótlandi, sem heitir Tiset, fyrir utan bæ sem heitir Gram. Gatan heitir Skovvej.

Við vonumst til að geta flutt inn í byrjun september, og byrjað að taka húsið allt í gegn að innan. Svo ef einhvern langar að koma til Danmerkur, endilega kíkja við, og kannski fáið þið að mála smá, eða eitthvað! :) Tounge

Við stefnum að því að taka myndir fyrir og eftir, svona svo fólk geti nú séð hvernig verkinu skríður fram.

Húsið er 156 fermetrar, rautt múrsteinshús á tveimur hæðum. Það er byggt árið 1934. Svo var byggt við það 1984 og sett á það nýtt þak.

Það eru ógeðsleg teppi á öllu og mörg lög af veggfóðri. En ekkert sem ekki er hægt að breyta. Eldhúsið er frekar lítið, svo við þurfum einhvern tíma að stækka það. Klósettið er líka frekar lítið, svo það þarf líka að stækka það. En við byrjum nú bara á að gera þetta íbúðahæft.

 Það er 1500 fermetra garður, svo það er nóg ´pláss fyrir kartöflugarð og rabarbara. Okkur langar líka að hafa hænur og gæsir. Það væri jafnvel hægt að hafa geitur! Cool. Það er epla- og perutré í garðunum og mikið af öðrum trjám. Sem við erum nú kannski að spá í að fjarlægja með tímanum.

En það er ekki alveg á dagskránni til að byrja með.

Svo er Helga Rut flutt hérna út til okkar. Við erum auðvitað rosa ánægð með það. Enda er hún svo mikið krútt! Tounge  Það verður mikill munur að fá meira pláss. Við erum vel pökkuð hérna í okkar 65 fermetrum.

Við ætlum að reyna að skrifa inn hérna, svona vikulega. Það koma svo myndir þegar við erum búin að fá húsið afhent.

Skellum nokkrum myndum núna.

Endilega skrifa í gestabókina

kveðja frá DK

Gummi. Ragga og Helga Rut


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur til hamingju með húsakaupin og já velkomin á bloggheima. Skelli mér og kvitta í gestabókina

Kveðja í kotið

Sigrún og Steini í Kollund

Sigrún í Kollund (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 12:59

2 identicon

Til hamingju með húsið, lítur vel út á myndum.

og já til hamingju með bloggið líka.

kv. Hildur

Hildur Bjargmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 09:49

3 identicon

flott blog;) bið að heilsa öllum

kv Elli 

Elli (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 15:04

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

Til hamingju með húsið bloggvinir. Á sínum tíma skrifaði Árni Magnússon bók sem hét Galdramálin í Tísted - ekki veit ég hvort það var þessi sami staður! Kv. -b.

Bjarni Harðarson, 11.8.2008 kl. 17:32

5 identicon

Heil og sæl

Til hamingju með húsakaupin, þetta lítur bara vel út. Við værum alveg til í að skreppa til ykkar en erum að verða búin að fá upp í kok á málningavinnu o.fl. í gamla húsinu okkar. Reyndar fór nú svo að Bragi fékk "í bakið" og gat ekkert gert í tæpa viku. Byrjaði svo aftur í dag og ætlar svo að parketlleggja. Kíkjum vonandi bara næsta sumar.

Kveðja

Bragi og Gunna

Bragi og Gunna (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband