Ísland í öðru sæti á OL

Kæru Íslendingar nær og fjær. Til hamingju með silfrið.  Maður er nú bara dálítið stoltur af sínum mönnum. Ekki það að handbolti segi mér neitt (Ragga), en maður verður nú frekar hrærður yfir svona árangri. Okkur þótti einnig mjög skemmtilegt að Danirnir urðu í 7. sæti. Þeir eru á köflum full ánægðir með sjálfa sig, svo það er mjög gott að litla Ísland skaut þeim ref fyrir rass.

Af húsamálum er það að frétta að við reiknuðum með að geta flutt inn í byrjun september, en það dregst sennilega um mánuð. Fólkið sem er að flytja út, þarf að mála og gera klárt í nýja húsinu sínu. Og Suður-Jótar taka nú lífinu með ró, ekki svona æstir eins og við Íslendingar. Ekki alveg það sem við þurftum á að halda. En það verður að taka því. Það er frekar lýjandi fyrir Helgu að keyra héðan í skólann. En við vonum hún haldi það út næsta mánuðinn. Hún hefur allavega staðið sig frábærlega hingað til  Ekki hægt að segja að það sé spennandi að fara á fætur kl. 5:00 á hverjum morgni og vera kominn heim kl. 15:00. Annars er það mjög almennur fótaferðatími hér hjá Dönunum. Þeir vakna óhuggulega snemma, enda fara þeir í bað á morgnana, og taka langan tíma í að gera sig kláran. Við getum varla beðið eftir að fá smá meira pláss. Svona svo maður sé ekki með allt svona troðið eins og það er núna. Maður er orðinn verulega þreyttur á að færa allt fram og til baka. Eini ókosturinn er auðvitað að maður þarf að þrífa stærra hús! Ekki nema maður fái sér hreingerningakonu. Það er mjög algengt hér að fólk, sem bara þénar meðallaun, sé með hreingerningakonu, og það þykir bara nokkuð venjulegt. Aldrei að vita nema maður verði einhvern tíma svo frægur að fá sér eina slíka.Tounge

Maður er búinn að komast að því að það eru margir kostir við að hafa bloggsíðu. Ekki síst af því að maður heldur íslenskunni allavega við. Það er ótrúlegt hvað maður er farinn að ryðga. Þannig að ef færslurnar hafa danskan hreim, þá vonum við að það verði fyrirgefið. Við vonum líka að fólk sætti sig við að lesa um líf okkar hér, og að við slökum þá aðeins á í tölvupóstskrifum. Ekki það að við höfum verið þjökuð af því . Við höfum nú víst ekki verið svo virk í því.Wink

Af veðrinu er ekkert nýtt að frétta. Ekkert sláttuveður verið i 2 vikur. Svo hundurinn getur varla pissað lengur fyrir grasi. Maður er orðinn pínu þreyttur á þessari vætu. Eini kostuinn er að rigningin heldur geitungunum í skefjum. Þeir eru búnir að vera algjör plága.

Vikan hefur hins vegar boðið upp á músafaraldur. Húsfreyjan fann illa lykt í fataskápnum, og versnaði hún mjög snarlega. Var húsbóndinn settur í að kanna málið. Fann hann þá dauða mús bak við kattamatinn. Hún var greinilega búinn að hafa heimili þarna í nokkurn tíma. Alveg óskiljanlegt að hvorki kettirnir eða hundurinn hafi tekið eftir þessu. En það var allt þrifið úr fataskápnum og ekki orðið vart við mýs í skápnum síðan. Kettirnir hafa hins vegar verið ansi iðnir við að færa okkur mýs og moldvörpur. Bæði lifandi og dauðar. Við mikla hrifningu fjölskyldunnar.Devil Maður þarf að tékka undir rúminu á hverjum degi. Það er vinsælasti staðurinn í húsinu til að geyma aflann.  En það verður fínt að hafa kettina þegar við flytjum. Það má búast við að það verði eitthvað af músum í útihúsunum. Þannig að við vonum að þær haldi þeim eitthvað í skefjum. Það væri ekkert verra ef þær myndi halda þeim utandyra.

Látum þetta gott heita í bili

kveðja frá DK

Ragga, Gummi og Helga og öll dýrin stór og smá, lifandi og dauð

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Muniði bara að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir!

Gaman að heyra frá ykkur - til hamingju með nýja húsið!

Kærar kveðjur Lilja og allir

Lilja Eygerður (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband