Aftur og nýbúinn

Kæru bloggvinir

þá er aftur kominn sunnudagur. Maður er alltaf jafn hissa á hvað tíminn líður hratt. Það fer vonandi að styttast í að við fáum húsið afhent. Allavega í síðasta lagi 1. október. Við erum hætt að vonast eftir að það verði eitthvað fyrr, úr því sem komið er.

Við renndum til Árósa í gær, til að fara í IKEA. Það er bara á einum stað á Jótlandi. Og jesús pétur, það var ekkert smá mikið af fólki. VIð ætluðum aldrei að finna bílastæði, enda ekkert um neitt sérstaklega mörg að velja. Það er víst bara ætlast til að maður komi á hjóli. Enda voru þónokkur hjól fyrir utan. Þrátt fyrir að þetta væri ekki árennilegt, þá réðumst við nú inn í búðina. Enda búin að keyra 150 km. Við fórum aðallega til að kíkja á eldhúsinnréttingar. Þær eru víst mjög fínar í IKEA og á góðu verði. Við sáum nokkrar sem okkur leist bara vel á. Svo nú þarf bara að mæla eldhúsið betur upp og svo panta. Það tekur nú ábyggilega 3 mánuði að fá eina innréttingu. Það er svona staðallinn hérna ef maður kaupir eitthvað stærri hluti. Ég er hrædd um að Íslendingum þætti þetta heldur lélegt. Enda held ég við séum almennt frekar æst fólk. Við höfum oft lent í að vera ferlega æst yfir einhverju sem Jótarnir bara hrista hausinn yfir.

Við notuðum svo tækifærið og kíktum í kaffi hjá góðum vini okkar í Árósum. Þar er aldrei boðið upp á minna en 17 sortir og hann verður móðgaður ef maður getur ekki étið nógu mikið. Hann býr í sama íbúðahverfi og við bjuggum í, áður en við fluttum til Suður-Jótlands. Svo það er nú alltaf gaman að koma á gamlar slóðir. Þó við séum búin að vera hér fyrir sunnan í 2 ár, þá finnst manni maður alltaf vera komin heim, þegar maður kemur til Árósa. Þessi tilfinning minnkar nú samt með tímanum. Maður er allavega feginn að sleppa úr trafíkinni og fólksfjöldanum. Það er allt svo rólegt hérna suðurfrá.

Svo nú er bara að taka endanlega ákvörðun um hvaða eldhúsinnréttingu eigi að velja og í hvaða lit. Svo þarf bráðlega að fara að velja flísar og gólfefni. Við þurfum líka að kaupa allt nýtt inn á baðið.  Þetta verður rosa spennandi, en auðvitað líka strembið. En við hlökkum nú bara til að takast á við það.

Jæja við þurfum að fara í eggjaleiðangur. Kaupum egg af hænsnabónda hérna rétt hjá. Það er ótrúlegur munur á að kaupa fersk egg beint frá hænunni, heldur en að kaupa þau út í búð. Og eggin hjá bóndanum eru líka ódýrari.W00t Og eins og sönnum Suður-Jótum/Íslendingum finnst okkur alltaf gott að geta sparað.

kær kveðja

Gummi, Ragga og Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki leidinlegt jobb sem tid erud i nuna! Mjog spennandi ad velja svona allt til alls i nyja/gamla husid sitt :) Ef ykkur vantar alit ta er eg sko ekki feimin vid ad segja mina skodun, he he! Sendid bara myndir eda vefslod og eg commenta! :) Vid fjolskyldan forum einmitt lika i leidangur i dag og nu til ad kikja a husgogn fyrir Eydisi Lif. Hun er ekki buin ad fa nein husgogn ennta greyid, sefur bara a nyrri finni dynu og med dotid sitt a golfinu tessi elska. En leidangurinn gekk bara vel og henni leist vel a flest sem i bodi var. Turfum bara nuna ad fara og maela sma i herberginu hennar og vonandi svo fara ad versla i vikunni.

Smart tetta ad fara til bondans ad versla egg! Eg verd ad fara a stufana herna i USA og athuga hvort eg finni ekki eins og 1stk. eggjabonda!

Bestu kvedjur, Kata og Co.

Kata (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 02:37

2 identicon

Spennandi að fara í svona framkvæmdir, væri sko alveg til í það, en tek reyndar undir það hjá þér að ég er ekki viss um að Íslendingar samþykki 3 mán. afhendingartíma. Allt fínt að frétta af okkur, þarf nú að fara senda þér smá fréttapistil samt :)

Bið að heilsa ykkur

Hildur og familí

Hildur (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 21:42

3 identicon

Já æi en yndislega sveitó að geta keypt eggin beint af bóndanum! Þegar við vorum í Frakklandi var svona bændamarkaður rétt hjá þar sem bændur hittust og seldu afurðir sínar. Bara frábært! Ætli séu ekki starfandi bændur í Hafnarfirði???

 Bestu kveðjur

Lilja og allir

Lilja (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband