Sveitó eða hvað?

Kæru lesendur

ætli sé ekki best að hripa niður nokkrar línur um það sem hæst hefur borið í liðinni viku.

Vikan hefur boðið upp á margt af því sama og venjulega, þ.e. vinna, éta og sofa. Þessa vikuna hefur kallinn verið á morgunvöktum, sem þýðir að hann þarf að vakna kl. 5 á hverjum morgni. Það þýðir auðvitað að maður er ekki neitt ofur hress á kvöldin.

Helga hefur staðið sig mjög vel í að vakna á morgnana. Hún þarf þó ekki að vakna fyrr en kl. 6:30. Henni líkar vel í nýja skólanum. Búin að kynnast einhverjum krökkum, það hjálpar nú alltaf til. Við getum nú ekki endalaust verið skemmtilega hérna gömlu skötuhjúin. Verst að þegar við flytjum þá verður erfitt fyrir hana að komast í þennan skóla. En það var alltaf meiningin að hún færi í málaskóla þegar við flyttum. VIð sjáum til hvað setur. Þessi skóli sem hún er í núna átti bara að vera svona tímabundin lausn, svo hún hefði eitthvað fyrir stafni þar til við flyttum.

Í gær var dagurinn tekinn snemma og haldið upp í sveit. Heimasætan ákvað að verða eftir og sofa. Við hjónaleysin keyrðum ca. 40 km til Arnum, sem er lítill bær, rétt hjá nýja húsinu okkar. Þar var haldinn stór hesta- og dýramarkaður. Maður gat skoðað og keypt hesta, hænur, ketti, hunda, kanínur og fugla, svo fátt eitt sé nefnt. Það var auðvitað líka hægt að kaupa fatnað og ýmislegt skran. Þetta var svona ekta flóamarkaðsstemning. Manni langaði bara í Kolaportið að kaupa lakkrís!Tounge. VIð keyptum nú ekkert nema 2 gúrkur. En það var rosa gaman að skoða. Hefðum alveg getað hugsað okkur að taka með eins og einn eða tvo hesta, ketti, kanínur, hænur og hvolpa. En létum ekki freistast. Ekki í þetta skiptið allavega.
Ekki nóg með að það sé rosa gaman að skoða dýrin á svona mörkuðum. Það er ekki minna skemmtilegt að virða fyrir sér mannlífið. Það er alveg ótrúlega áhugavert fólk á svona stöðum. Allt öðruvísi en t.d. í Árósum. Við erum ekki með fordóma, en fólk getur verið alveg einstaklega sveitó. Sérstaklega á svona stöðum þar sem sama ættin hefur búið í 100 ár og ekki farið mikið út fyrir bæjarlækinn. Svona staðir finnast víða í Danmörku og má nefna kóngafjölskylduna sem dæmi. Þeir eru að vísu farnir að sækja kvonföng til útlanda núna. En áður var þetta nú ekki mikið blandað. Þetta er nú eflaust allt hið besta fólk, en bara gaman að sjá.

Húsbóndinn getur ekki beðið eftir að lifa sig inn í stílinn þarna útfrá. Er búin að ákveða að kaupa sér smekkbuxur, þykka köflótta skyrtu og tréklossa. Til að toppa þetta má svo ekki gleyma hinu mjög svo klassíska yfirvaraskeggi. Helst dálítið þunnu. Verst að það er ansi erfitt fyrir hann að fá tréklossa í sínu númeri, svo kannski verða íslensku gúmmítútturnar að duga í bili. Frúin hefur ekki íhugað hvaða stíl hún eigi að velja. En það verður líka erfitt að toppa hinn sálfræðinginn sem býr í bænum. Sá litar hárið grænt og fer í allar jarðafarir á svæðinu, til að fá frítt að borða. Skiptir þá engu, hvort hann hefur þekkt viðkomandi eða ekki. Hann klippir danska fánann í tvennt og svo mætti lengi telja. Hann lætur lyklana að húsinu sínu hanga fyrir utan, svo fólk geti notað klósettið hjá honum.  Af því það er ekkert almenningsklósett í Tiset. SidewaysAf þessu má sjá að við verðum bara talin nokkuð eðlileg þegar við flytjum uppeftir. Forstöðukonan í vinnunni hjá frúnni, býr þarna í nágrenninu og ætlar að heyra hvort það séu ekki komnar einhverja sögur um okkur. Þeir eru nú meira en lítið hugmyndasnauðir ef þeir geta ekki fundið upp á einhverju um okkur. Ekki nóg með að vera Íslendingar, konan er líka sálfræðingur. 'Eg er að pæla í að lita hárið kannski appelsínugult. Grin Svona til að falla inn í kramið.

Jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í bili

bestu kveðjur

Gummi, Ragga og Helga 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHA sé Gumma fyrir mér í smekkbuxunum og köflóttu skyrtunni og þig Ragga með appelsínugult hár... þið verið alveg eins og ekta danir og verðið fljót að samlagast menningunni í Tiset. YE right. Ragga þú verður bara að hlaupa nakin kringum húsið til að toppa hinn sálfræðinginn það hlýtur að gefa einhverja athygli hahaha.

Bestu kveðjur frá Kollund

Sigrún í Kollund (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 09:43

2 identicon

Skemmtilegt blogg hjá þér, þú er svo frábær penni :) Sé ykkur Gumma alveg fyrir mér í sveitamúnderingunni, :):)

kveðja

Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Bragi Einarsson

(orgar af hlátri) Bara að kallinn fari ekki að jóðla, þá er þetta í lagi :)

Bragi Einarsson, 25.9.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband