28.9.2008 | 10:29
Búin að fá lyklana
hæ hæ og hó hó
jæja þá gerðist loks eitthvað spennandi hérna hjá okkur. Við fengum lyklana að húsinu okkar í gær. Við vorum svo æst að við rifum öll teppi af, áður en við tókum myndir. 'Astæðan var eiginlega að það var svo megn kattahlandsfýla og mannapissfýla, að við gátum ekki á okkur setið. Okkur langaði auðvitað líka að sjá hvað leyndist undir teppunum. Svo nú þarf að fara að planleggja hvernig við getum gert þetta íbúðahæft, áður en við flytjum út úr gömlu íbúðinni. Kallinn réðst í að rífa teppið af stiganum. Það hljómar sem eitthvað sem er lítið mál. En gamli kallinn sem bjó þarna hafði þakið stigann með smá teppabútum og neglt trilljón nagla í hvern bút. Allar stærðir og gerðir af nöglum. 'Eg held að það hafi verið minnst 100 naglar í þessum 10-15 þrepum. Þannig að þetta tók nú eitthvað lengri tíma en reiknað hafði verið með. Okkur dettur helst í hug að sá gamli hafi neglt einn nagla í stigann fyrir hvert skipti sem sú gamla hefur eitthvað verið að rífast í honum!
Gömlu hjónin skildu eftir töluvert af húsgögnum. Mest af því fer í brenniofninn. En það eru fínir borðstofustólar þarna, sem okkur hefur vantað í mörg ár. Svo ekki var það nú verra. Sonurinn hafði greinilega líka fengið einhvern helling af stólum og drasli, úthýsið hjá honum var allvega smekkfullt af drasli.
Næstu dagar fara í að rífa veggfóður af veggjum og þrífa gólfin. Ekki má gleyma naglhreinsun, bæði á veggjum og gólfi. Það voru allir veggir þaktir með plöttum og myndum. Maður getur varla beðið eftir að komast í gang. Auðvitað er kallinn að vinna um helgina, svo það verður ekkert gert fyrr en eftir vinnu á morgun. VIð reiknum með að geta flutt eitthvað af húsgögnum inn næstu helgi. Það verður svo bara að flytja upp á loftið og taka eitt herbergi í gegn í einu. Það er sæmilega snyrtilegt upp á lofti. Þarf bara að þrífa vel og vandlega. Það var mikill léttir bara að losna við teppin. Þvílíkur viðbjóður, maður er enn með pissulykt í nefinu. Það verður spennandi að koma úteftir á morgun og finna hvort lyktin hefur eitthvað minnkað. Það verður svo bara að þrífa með klór og einhverju rótsterku. Það eru fínar gamlar gólffjalir í stofunni. Þær þurfum við bara að pússa upp og lakka. Annars þarf að setja ný gólfefni í öll herbergi. En það er nú alveg hætt að flytja inn þó gólfefnin vanti.
Við rákumst á nokkrar silfurskottur í gær, þegar við rifum af veggfóður. Svo maður þarf að fara í leiðangur og finna eitthvað til að koma þeim fyrir kattanef. Ekki spennandi selskapur.
Helga fékk verðlaun í skólanum í vikunni. Hún hefur mætt alla daga og þykir það greinilega það merkilegt að hún fékk verðlaun fyrir. Við erum auðvitað svaka stolt af stelpunni.
En allavega, það koma inn einhverjar nýjar myndir á næstunni. En hugmyndin með þessari síðu var nú í upphafi að leyfa áhugasömum að fylgjast með þessu verkefni okkar.
Sem betur fer verður eitthvað rólegra hjá frúnni í vinnunni eftir næstu viku. Samstarfskonan fer til Kúbu í þrjár vikur. Svo þá getur maður allavega farið heim eitthvað fyrr suma daga.
jæja best að fara að pakka niður
kveðja
Gummi, Ragga og Helga
Athugasemdir
Til hamingju með að vera búin að fá lyklana, hlakka til að fylgjast með framkvæmdum hjá ykkur.
kv. Hildur
Hildur (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 12:01
Loksins kom að því. Innilega til lukku að vera komin með lyklana... langþráð bið og skil ég ykkur mætavel. En mér finnst alveg furðulegt að fólk skuli geta búið í sinni eigin hlandlykt og ekkert gert í því ....JAKK. Lyktarskyn fólks þarna gjörsamlega steindautt. Fínt ef þið getið notað eitthvað af þessum húsgögnum, bara sótthreinsa þau vel áður
Sko Helgu Rut flott hjá henni.
Bestu kveðjur frá Kollund
Sigrún og co.
Sigrún í Kollund (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 15:39
Vá, hlakka til að fylgjast með þessu! Til hamingju með lyklaafhendinguna!
Bestu kveðjur Lilja og co.
Lilja Eygerður (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 09:11
Oh, manni hlakkar bara til að hitta ykkur næsta sumar þegar allt verður svaka fínt og pússað! 'eg er nefnilega liðtækur í að grilla!
Flott að heyra að Helgu gangi vel, vonandi stappar þetta í hana stálinu.
Bragi Einarsson, 29.9.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.