Hin endalausa bið

Heil og sæl

það er ef það er einhver sem les þetta. Það eru allavega ekki margir sem kvitta fyrir! Crying

Síðasta vika hefur boðið upp á margt skemmtilegtDevil. VIð erum búin að bíða eftir ýmsum hlutum. T.d. erum við enn að bíða eftir að fá internettengingu. Það virðist ætla að taka tíma sinn. Við fórum líka í byggingavörumarkað síðustu helgi og pöntuðum efni í herbergin niðri. Það átti svo að koma til okkar fljótlega eftir helgi. Á föstudag höfðum við enn ekkert heyrt, svo frúin hringdi, þá hafði pöntunarseðillinn týnst og því ekkert verið gert í málinu. Svo við þurfum enn að bíða. Eitt af þvi sem við höfum beðið eftir, gerðist líka í vikunni. Rottumaðurinn kom frá kommúnunni. Hann skoðaði alla króka og kima og fann mýs upp á lofti en engar rottur. Hann var nú samt svo almennilegur að henda eitri upp á loftið og vonandi er það nóg til að aflífa þær. Það hefur heyrst ansi mikið í þeim síðustu dagana, svo við vonum að þær séu að taka dauðakippina. Frekar óskemmtilegt að heyra í þeim skrjáfið á nóttinni.

Í ljósi þess að við höfum beðið eftir hinu og þessu til að nota hér innandyra, þá hefur húsbóndinn fengið útrás í garðinum. Hann fór og keypti sér keðjusög og nú mega trén passa sig. Það hafa farið fram fjöldamorð og bletturinn lítur út eins og eftir sprengju. Við fórum með það mesta á haugana í morgun, í slagveðri. Þetta er þó aðeins dropi í hafið. Það er þvílíkur frumskógur hér allt í kring. Með alls konar trjám sem minna á leikmynd í hryllingsmynd. Enda hefur þetta fengið að vaxa villt í fjölda ára. Það kemur líka ýmislegt rusl í ljós þegar trén eru fjarlægð. Samansafn af öllu mögulegu, gömlum þakplötum, skóm, úðabrúsum, svo fátt eitt sé nefnt. Svo það er ekki alveg á næstunni að garðurinn verður hæfur til grillveislu. Við þurfum ábyggilega bráðum að fara að borga toll fyrir allt draslið sem við komum með á haugana. GetLost

Við vonumst nú til að við sjáum brátt eitthvað af þessu efni sem við þurfum til að byrja niðri. Það væri allavega gott að geta einangrað loftið, svo það sé ekki svona kalt uppi. Við erum reyndar búin að fjárfesta í hitablásara sem hjálpar mikið til.

Það hefur verið ansi hráslagalegt og leiðilegt veður þessa vikuna. Rignt heil ósköp og ef ekki rignir þá er þoka yfir öllu. Þetta er týpískt haustveður í Danmörku.

Á eftir ætlar fjölskyldan svo að bregða undir sig betri fætinum og heimsækja góða vini, Steina og Sigrúnu í Kollund. Það hefur ekki gefist tími til þess mjög lengi að fara í heimsókn, svo nú er kominn tími til.

Jæja látum þetta gott heita í bili

kveðja

Ragga, Gummi og Helga Rut


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir innlitið. Gaman að sjá ykkur eftir svona langan tíma... maður var bara komin með fráhvarfseinkenni svei mér þá

Vonandi fer góssið að láta sjá sig svo þið getið haldið áfram. Skil vel að ykkur klægji í puttana að halda áfram.  Geta kisurnar ekki hjálpað til að drepa mýsnar? Veit að Tinni okkar yrði voða feginn að þurfa ekki að fara út og veiða þær .....

Sjáumst sem fyrst aftur

Bestu kveðjur

Sigrún, Steini og Rebekka Rut

Sigrún og Steini (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 18:05

2 identicon

Hæhæ,

alltaf jafn gaman að lesa bloggið ykkar, er sko ein af föstum lesendum þótt ég sé ekki sú duglegasta að kvitta :)

Kveðja Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:00

3 identicon

Hæ og hó. Ég kíki sko a.m.k. einu sinni í viku á síðuna og bíð spennt eftir næstu færslum:)

Já sumt tekur bara tímann sinn og maður verður víst að hafa slatta af þolinmæði í poka!!!!!!! En allt hefst þetta um síðir og húsið ykkar verður að höll einn daginn

Bestu kveðjur til ykkar allra, frá okkur öllum.

Kata (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 02:02

4 identicon

Halló!

Ég les líka allar færslur - skal reyna að kvitta oftar! Gaman að lesa um allar framkvæmdirnar!

Bestu kveðjur úr yndislegu haustveðri,

Lilja Eygerður

Lilja Eygerður (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 11:08

5 identicon

Hæ Ragga, Gummi & Co...

Nú væri spennandi að fara að sjá fleiri myndir af framkvæmdunum ykkar.  Hef alltaf gaman að fylgjast með þegar fólk er að framkvæma svona stórt !!!

Ég henti kveðju á ykkur í gestabókina ykkar.  Sigrún biður að heilsa.

bæbæ.

Steini

Þorsteinn Eggertsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 16:24

6 Smámynd: Bragi Einarsson

Hilzen, den Danske terrorizter!
Er ekki kjörið fyrir bóndann að búta bræður Trjáskeggs í brenni, frekar en að henda því á haugana? Allavega getur hann tálgað flautu úr einni greininni og lokkað litlu loðnu krílinn ofan úr loftinu og í næsta garð, hvernig væri nú það? En það er gaman að sjá að þið hafið nóg að gera, þó að ég sé orðin frekar latur í að blogga hér; enda orðinn félagsmaður Feisbúkkara og hamast við að taka áskorunum, svara heimskulegum ábendingum og safna nýjum vinum.
En mikið rosalega verður nú gaman að sækja ykkur heim þegar íslenzka ríkið verður orðinn hluti af Jótlandi(og restinni af Danaveldi) í lok næsta árs. En eins og árferðið er orðið núna, eru allar ákvarðanir um að leggja loft undir rass að bíða þar til að búið er að sparka Dabba, tuska Geir til, sleikja Tjallana og Hollana í görnina, taka upp Kenía Dollar sem nýjan gjaldmiðil, banna rigningu og snjó, gera Pólland að sýslu á Íslandi og sameinast Færeyjum!
Jæja, allavega, gangi ykkur vel og það byðja allir að heilsa.
Knus frá fólkinu í Kjóalandi

Bragi Einarsson, 14.11.2008 kl. 22:27

7 Smámynd: Sigga

kvitt kvitt....kíki reglulega við líka sko! keep up the good work...

Sigga, 16.11.2008 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband