Betra er seint en aldrei

Kæru bloggvinir

Þeir sem nenna að lesa þetta hafa eflaust undrað sig á hvar hin vikulega færsla er. 'Astæðan fyrir þessum seinagangi er að húseigendur hér hafa verið þjakaðir af óstjórnlegri og ólæknandi þreytu. Við vorum að vinna í svefnherberginu allan sunnudaginn og í morgun var fótaferð rúmlega 4, til að fara í vinnu, svo maður er  nú orðinn ansi lúinn. Við erum búin að setja einangrun í loftið í svefnherberginu og bita (lektur) í loftið, svo það er tilbúið fyrir loftplöturnar. Reikningskunnátta okkar hjóna er gríðarleg, sem kom vel í ljós við þessar framkvæmdir. Það tók heljarinnar tíma að finna út hversu marga bita þyrfti í loftið. Og hlógum við mikið að eigin heimsku.  En allt hafðist þetta nú. VIð urðum að fá lánaða heftibyssu hjá nágrannanum, sem fylgist vel með framkvæmdum hér. Enda vissi hann nákvæmlega hvað við vorum að gera.  

Við vorum orðin ansi vonlítil um að íbúarnir hér í Tiset kæmu og gæfu okkur eitthvað í tilefni af því að við erum nú flutt í bæinn. Það birtist svo kona hér á tröppunum eitt kvöldið og henti í frúnna einni vínflösku. Hún leit mjög flóttaleg út og flýtti sér heim aftur. Enda við ekki árennileg. Mér skilst að af því henni var ekki boðið inn í kaffi, þá eigum við ekki uppreisnar von hér í bænum.

Helga Rut er flutt á klakann aftur. Henni leist ekkert á baunann. Hún flaug heim síðasta laugardag. Okkur finnst það auðvitað mjög leiðilegt. Það er voða tómt hérna hjá okkur núna. En svona gengur þetta stundum. 

Við erum ekki enn komin með heimasíma og almennilegt internet. Enda ekki nema kannski rúmar 7 vikur frá því við pöntuðum. Við erum nú orðin ansi langeygð eftir þessu. En vonandi fer eitthvað að ske í þessu.

Annars notum við mestan tíma þessa dagana í að halda á okkur hita. Það hefur kólnað hressilega hér og það finnst greinilega. Mann dreymir bara um íslenskt föðurland og lopapeysu.

Jæja við erum hálf andlaus, svo við látum þetta nægja í bili

kveðja

Gummi og Ragga

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ójá, maður var sko farin að bíða eftir færslu en vissi náttuleg að það hlaut bara að vera mikið að gera í endurbótunum!!

Úff þetta með konuna sem birtist með flöskuna Það minnir mig á þegar ég var heima með Eydísi Líf nýfædda og það bönkuðu tvær konur uppá með sængurgjöf handa mér. Ég var svo hlessa, því ég þekkti þessar konur sama og ekki neitt, að ég ætlaði aldrei að fatta að bjóða þeim inn en sem betur fer kveikti ég á perunni Þú verður bara að leita konunna uppi og bjóða í síðbúið kaffi

Bestu kveðjur, Kata og Co.

Katrín Ósk Þráinsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 05:22

2 Smámynd: Bragi Einarsson

ég get lofað ykkur því að þegar þetta er búið, verðið þið svo hamingjusöm og glöð, að danski orðabókahöfundurinn setur mynd af ykkur við orðið hamingja!
Þetta er flott hjá ykkur, þið bjóðið bara í garðpartý þegar hægt er að bjóða nágrönnum heim til ykkar.

Bestu kveðjur úr Kjóalandinu!

Bragi Einarsson, 27.11.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband