30.11.2008 | 17:54
Hitt og þetta, aðallega hitt
Heil og sæl öllsömul
jæja þá er enn ein vikan liðin. Þetta hefur nú verið heldur viðburðalítil vika. Bara allt þetta venjulega. Í gær renndum við upp til Árósa. Elli var með félögum sínum í heimsókn hjá vini sínum þar, og við notuðum tækifærið til að hitta hann. Við fórum á makkann og fengum okkur borgara. Drengurinn þurfti síðan að fara heim og safna kröftum. Við fórum hins vegar til arabavina okkar og keyptum okkur lambakjöt. Fórum síðan í heimsókn til John vinar okkar. Þar er aldrei boðið upp á minna en 17 sortir, bæði kaffi og mat. Maður fer ekki svangur þaðan. Maður fær líka nýjustu slúðurfréttirnar. Hann býr í blokkarhverfinu sem við bjuggum í áður en við fluttum hér til Suður-Jótlands. ´
Í dag höfum við svo verið að grunna herbergin niðri. Við vorum búin að fá lánaða voða fína loftheftibyssu til að festa loftið upp. Við ákváðum þó að byrja á að mála. Veggirnir drukku svo mikla málningu í sig að við gátum ekki klárað. Það fóru 10 lítrar af málningu á ca. 17 fermetra! :)VIð eigum svo eftir að velja liti í herbergin, við ætlum ekki að hafa þau hvít. Það hefur verið þannig síðustu 7 árin, svo nú er komin tími til að setja smá liti á tilveruna.
Seinnipartinn í dag var svo búið að auglýsa komu jólasveinsins hér til Tiset. Það var boðið upp á kaffi og eplaskífur hér í hesthúsi rétt hjá. Þangað skunduðum við hjónaleysin. Við komum inn og þar sat fullt af fólki. Það hefði mátt heyra saumnál detta þegar við birtumst. En svo hélt fólk áfram að drekka kaffi og borða eplaskífur. Það voru ekki nema 2 manneskjur sem yrtu á okkur. Og við höldum það hafi verið fólkið sem á heima þarna. Okkur þótti þetta nú heldur undarlegt. En við erum farin að hallast að því að þetta sé svona bær þar sem allir vita allt um nýja fólkið, en talar bara ekki svo mikið við það! ;) Og engan sáum við jólasveininn. Hann hefur sennilega verið farin til fjalla aftur.
Jæja þetta verður að duga í bili
bestu kveðjur
Ragga og Gummi
Athugasemdir
Jólasveinninn farinn aftur til fjalla...ja sá hefur þurft að fara langt hahaha engin fjöll í Danmörku.
Æi hvað bæjarbúar eru púkó í Tiset, en oft vill þetta verða þannig í þessum litlu bæjum að það er mun skemmtilegra að tala um fólk en við það. Furðulegur andskoti.
Gangi ykkur vel í málningar vinnunni...
kv
Sigrún, Steini og Rebekka Rut
Sigrún. (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 09:30
Hehe ég sé þetta moment alveg fyrir mér, svona eins og atriði í bíómynd
En ég verð bara að segja að fólkið veit ekki hverju það er að missa af að tala ekki við ykkur! En eruð þið búin að kaupa ykkur svona eplaskífugræju? Það hlýtur náttulega að vera skilyrði fyrir alla sem búa í DK
Hef smakkað svona danskt gúmmelaði og það er bara alveg ágætt! A.m.k. betra en þessir blessuðu doughnuts hér
Hef reyndar alveg sleppt því að fá mér nokkurn slíkan, baka heldur bara mínar eigin gúmmelaðikökur takk fyrir.
En hvernig er jólastemmingin þarna hjá ykkur? Ég á eitthvað voða erfitt með að setja mína upp hérna, held að mig vanti meiri kulda og skammdegi! Hehe
Kata (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:17
hæhæ flott blogg hjá ykkur :D
já hann john gamli klikkar ekki á fermingarveislonum haha
jólasveinninn eer farinn frá Danmörku og kominn til íslands ég sá hann nefnilega um helgina
en sakna ykkar rosalega mikið og gangi ykkur vel
kv HelgaRut


HelgaRut (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:27
hahahaha, ÞIÐ voruð jólasveinninn, en eins og flestir vita, þá koma þeir frá Íslandi
Bragi Einarsson, 4.12.2008 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.