Storkurinn kemur til Tiset

Kæru bloggvinir

Við biðjumst velvirðingar á að ekki kom nein færsla síðasta sunnudag. En af óviðráðanlegum orsökum féll hún niður. VIð vonum að enn sé einhver sem les þetta og haldi ekki bara að við séum hætt að blogga. Það er voða gaman að sjá hverjir kíkja hér við og kvitta fyrir.

Annars er aðalfréttin að storkurinn hefur boðað komu sína hér til okkar í júni 2009. Og erum við auðvitað mjög spennt yfir því. Frúin er nú ekki orðin neitt sérstaklega framstæð en er voðalega þreytt. Hún hefur nú ekkert fundið fyrir ógleði fyrr en bara núna. Sennilega hefur það nú eitthvað með þreytu að gera.  Við erum farin að spá aðeins í nöfn. Við ætlum ekki að fá að vita kynið svo við erum nú ansi opin ennþá. Þó erum við nú ekki alveg sammála, svo þetta verður eitthvað skrautlegt. Við ættum kannski að setja í gang kosningu hér á blogginu, svo fólk geti sagt hvað því finnst um hinar mismunandi tillögur. Bóndinn er búin að stinga upp á Anna Borg, en frúin Ísbjörg ef þetta er stelpa. Ef þetta er strákur þá hefur bóndinn stungið upp á Elimar en frúin Daníel. VIð erum sammála um að gefa barninu tvö nöfn og að annað nafnið sé þjált fyrir útlendinga að segja. Svo við hljótum nú að geta fundið einhverja lausn á þessu. Ef í harðbakkan slær má alltaf kíkja í símaskránna og fá góðar hugmyndir. En allar tillögur eru vel þegnar.

Framkvæmdir

Við höfum verið ansi framkvæmdaglöð í dag. Búin að mála alveg svefnherbergið og næstum búin með barnaherbergið. Við erum svo líka byrjuð að setja í loftið í svefnherberginu. Þið fáið nýjar myndir þegar við erum lengra komin. Við höfum lent í ægilegu veseni með málninguna. Fyrst keyptum við einhverja málningu sem átti að vera voða góð. Hún var algjört vatnssull og dugði ekkert. Síðan keyptum við öðruvísi málningu sem er mikið betri, en eigum ekki nóg til að klára niðri, svo bóndinn verður að fara til Þýskalands aftur á morgun og kaupa meira. Þetta er búið að vera ansi þreytandi, en þetta skríður nú hægt og rólega áfram. Bóndinn er í fríi næstu vikuna, svo hann ætlar nú að reyna að mála eitthvað. Við erum að vonast til að geta flutt fljótlega niður. VIð keyptum annars mjög góðan rafmagnsofn í gær, sem hitar bara mjög vel upp. Við áttum annan sem var bara algjört drasl. Svo við vöknuðum í morgun næstum því sveitt. Það var mjög undarlegt. En óneitanlega þægilegra en að vera að krókna úr kulda. Svo þetta er nú allt í áttina.

Við erum enn að bíða eftir internetinu og heimasímanum. Frúin var orðin ansi langeygð eftir þessu, svo hún hringdi í fyrirtækið. Þá kemur í ljós að þetta kemur ekki fyrr en í januar eða febrúar. Og við sóttum um í október. Hún ætlaði að æsa sig einhver ósköp, en maðurinn sem varð fyrir svörum var svo einstaklega ókurteis og þurr á manninn, að hún missti eiginlega bara móðinn. Hann baðst ekki einu sinni afsökunar.  En þetta er nú bara alveg týpískt svo það þýðir ekkert að vera að æsa sig of mikið.

Jæja ætli sé ekki best að fara að henda sér í rúmið og kíkja á kassann.

 kveðja

Ragga og Gummi

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæææj

mér finnst anna borg alveg töff nafn . það er svona hægt að skamma hana.. svona ANNA BORG.. en það er ekki hægt að skamma stelpu sem heitir ísbjörg skiljiði.  Og mér finnst líka Elimar og Daniel flott nöfn , samt frekar Daniel sko . haha :D

en annars rosa flott blogg hjá ykkur .. helvtísis anskotans rugl þetta með síman hahaha :D

sakna ykkar mikið ..

kv HelgaRut

HelgaRut (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 02:37

2 identicon

Danir og þjónusta.... þeir ætla ekki að fatta hvað það er!!! Skil ekki svona þjónustu.

Alltaf gaman að spá í nöfn og við erum líka í þeim gírnum og teljum okkur vera búin að finna fyrra nafnið... seinna nafnið er vonandi ekki langt undan

Sjáumst hress um helgina.

kv,

Sigrún ( Kollund)

Sigrún. (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 18:30

3 identicon

Alla vegna ekki Anna Borg það er eitthvað svona einum of danskt!!! Eða það minnir mig líka á eldgamaldags stelpubók!!! En Ísbjörg er allt annað mál minnir mig svakalega á: Ég heiti Ísbjörg - ég er ljón! Las hana samt aldrei en man alltaf eftir titlinum! A.m.k. sterkt og fallegt nafn sem myndi sóma ykkar barni vel 

Bestu kveðjur til ykkar og aftur, innilega til hamingju.

Kata og Co.

Kata (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 04:36

4 identicon

Sæl

Innilega til hamingju með væntanlega fjölgun á heimilinu.

Gaman að sjá hvað ykkur gengur vel og eruð öflug í framkvæmdum innan veggja heimilisins. ( þetta má skilja á ýmsa vegu )

Verum í sambandi

Helgi Rafns. 

Helgi Rafnsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 14:05

5 identicon

Hæhæ, og til hamingju :) Vildi bara segja það ef hann Elli gleymdi að skila því frá mér :P Gangi ykkur vel og okkur Ella hlakkar mjög til koma og sjá húsið, og svo barnið þegar það kemur :D

kv. Kristín

Kristín (hans Ella) (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband