21.12.2008 | 17:32
3 dagar til jóla
Kæru bloggvinir
þá eru jólin að skella á. Hér á bæ hefur nú ekki verið nein gríðarleg jólastemning. En frúin dreif sig í að henda upp smá jólaskrauti, svo það hjálpaði nú aðeins. Það er stundum erfitt að sjá að þessar framkvæmdir hjá okkur eigi eftir að taka enda einhvern tíma og við getum klárað að pakka upp úr kössunum. En við skiljum vel ef fólk sem kíkir á myndirnar finnist þetta líta frekar vonlaust út. Okkur finnst það líka stundum. En takk fyrir allar athugasemdirnar. Þið megið alveg segja ef ykkur finnst þetta hræðilegt! :) Annars réðist bóndinn í framkvæmdir í fríinu sínu. Hann ætlaði að mála gluggakarmana hvíta. Það er einhvers konar brúnn krossviður í þeim. Hann var búinn að basla við þetta heilan dag og fara margar umferðir og þóttist nokkuð ánægður með útkomuna. En nei svo flagnaði allt draslið og datt bara af. Svo hann fór í málningabúðina og fékk eitthvað efni sem átti að leysa vandamálið. Hann er svo búin að prófa aftur í dag og þetta virðist ætla að ganga. En minn maður var ekki ánægður með að vera búin að hamast heilan dag og sjá engan árangur. Við getum ekki sett í loftið í barnaherberginu af því að plöturnar sem við keyptum eru allar flekkóttar og við þurfum að bíða eftir einhverri málningu til að klína á þær. Svo sumt gengur prýðilega meðan annað gengur frekar brösuglega. En svona er þetta víst bara. Það mikilvægasta er að þessu vindur eitthvað áfram. Okkur finnst sjálfum að þetta komi vel út.
Bóndinn lagðist svo í flensu síðast í vikunni. En er nú eitthvað að hressast aftur. Það hefur verið óvenju hlýtt hérna undanfarið. En ýmist rigning eða rok, svo maður veit ekki hvort maður vildi ekki bara frekar fá smá kulda og snjó. En það verður bara að taka þessu eins og það kemur.
Frúin er komin í jólafrí, en bóndinn þarf að vinna næstu þrjá daga og á svo frí í nokkra daga. Hann þarf líka að vinna á gamlársdag, en hefur frí um kvöldið. Þetta er nú sennilega í fyrsta skipti í mörg ár sem hann er að vinna á jólunum. Hann hefur yfirleitt reddað sér fríi til að vera með krökkunum. En hjúin verða bara ein í kotinu þessi jólin. Börnin eru jú orðin svo fullorðin. Við reynum bara að gera þetta huggulegt. VIð ætlum að borða með vinum okkar í Kollund á jóladag og gamlársdag svo alveg ein verðum við nú ekki. Frúin hefur heimtað að fá jólatré, engin jól án þess. Bóndinn hefur verið eitthvað tregur. En frúin stakk nú bara upp á að við grisjuðum aðeins í garðinum, en þau jólatré eru víst full stór. Við reiknum með að enn séu til jólatré einhvers staðar í nágrenninu.
Nágrannakötturinn hefur verið að gera sig heimkominn í garðinum okkar, okkar köttum til mikillar hrellingar. Þær eru svoddan kjúklingar. 'I dag brunaði hann á eftir öðrum kettinum, svo hún hljóp hæst upp í tré. Nágrannakötturinn sat svo neðst í trénu og beið rólegur. Hann gafst svo upp á endanum og tölti heim. Kötturinn okkar komst sem betur fer sjálfur niður, svo við þurftum nú ekki að kalla á slökkviliðið.
Jæja það er víst ekki mikið meira í fréttum hér frá Tiset
Bestu jólakveðjur
Gummi, Ragga og ferfætlingarnir
Athugasemdir
flott blogg hjá ykkur
það á enginn að þurfa að vinna á jólonum
sakna ykkur og gleðileg jól
það er must að hafa jólatré !
jólakveðja helgarut
Helga Rut (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 19:51
Flott blogg:) Vildum láta ykkur vita að þið fáið pakka frá okkur í janúar, eigum engann pening núna
En allavega gleðileg jól og farsælt komandi ár 
Jólakveðja frá Kristínu og Ella :)
Kristín (hans Ella) (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 12:58
Heil og sæl, Tiset fjölskylda
Ég kannast við þetta þegar verið er að bauka við að laga til eldra hús, bín ðere, dönn ðat! En ég get lofað ykkur því að tilfinningin verður dásamleg þegar þetta verður búið og þegar þið hlægið seinna bara af böltinu í ykkur
Við sendum ykkur ekki jólakort út en við hér í Kjóalandinu ætlum að láta það duga núna að senda ykkur bara jólakveðjur hér. Við verðum svo að reyna að spjalla saman á Skype milli jóla og nýárs. Endilega sendið SMS þegar þið eruð tilbúin í spjall.
Hugheilar jóla- og saknaðarkveðjur frá okkur öllum með von um nýtt og gott framkvæmdaár.
P.S. Alltaf gaman að fá góðar fréttir líka frá ykkur, það er æðislegt þegar fólk fjölgar sér svona
Ástarkveðjur
Bragi, Gunna, Stefán Arnar, Einar Ágúst og Steinumm Björk (hún er hérna hjá okkur um jólin)
Bragi Einarsson, 23.12.2008 kl. 23:10
Sæl
Gleðileg jól.
( Hvert er tölvupóstfangið ykkar )
Kveðja
Helgi
Helgi Rafnsson (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 13:36
Sæll Helgi og gleðileg jól
netfangið okkar er raggamagg@hotmail.com
kveðja
Gummi
Guðmundur Jón Erlendsson, 28.12.2008 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.