2.2.2009 | 18:03
Komin með alvöru netsamband
Kæru bloggvinir
Frúin var svo þreytt í gær að hún nennti nú ekki að blogga. Svo var hún líka að tékka hvort það kæmu einhver viðbrögð við að færsluna vantaði. Við erum komin í alvöru netsamband. Rosalegur munur. Núna vantar okkur bara eitthvað apparat til að geta verið með þráðlaust internet. Þangað til verður maður að sitja krókloppinn hér í stofunni.
Við fengum annars nágranna okkar hér á laugardaginn til að hjálpa okkur með að setja upp ofninn, sem kom gat á. Hann skipti líka um hitastilla og einhver rör á tveimur ofnum. Svo þetta verður allt voða gott þegar við verðum svo líka komin með trépillusystem á brenniofninn. Þá verður loksins heitt hér allan sólarhringinn. Við getum ekki beðið. Vonum allavega að þetta virki þegar til kemur. Frúin hringdi nú í internetfyrirtækið í síðustu viku til að heyra hvernig símatenglinum liði. Þá kom í ljós að við þurfum að fá sér box fyrir símann og sér box fyrir internetið og enn eitt fyrir sjónvarpið. Herbergið fer að líkjast meira geimstöð en barnaherbergi.
Við fengum brenni í vikunni, svo við ættum að eiga nóg í allavega mánuð. Við vonum að karlanir sem ætla að reyna að mixa brenniofninn geti gert það eftir svona mánuð. Þá ætti nú líka að vera farið að hlýna hérna. Það hefur verið hífandi rok hérna í nokkra daga og það er alveg hrikalega kalt, þó það sé ekki frost.
Það hefur verið talað um nýju íslensku ríkisstjórnina í fréttunum hérna. Þeir hafa sérstaklega fengið mikið út úr því að Jóhanna sé lesbía. Okkur varð nú nokkuð um fréttirnar, þar sem við höfðum ekki hugmynd um að hún væri lesbía. Ekki það að það skipti okkur miklu máli. En þetta þykir mjög merkilegt hér.
Bóndanum gengur bara vel í nýju vinnunni. Hann þurfti að skipta um túr hér í morgun. Og taka 13 krakka með ofvirkni í staðinn fyrir 9 með einhverfu. Þau voru heldur háværari. En vonandi gengur þetta nú alltaf vel. En þessir krakkar eiga nú voða erfitt með að höndla breytingar.
Jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í bili
kveðja að sunnan
Gummi og Ragga
Athugasemdir
Beið spent eftir blogginu. Er nú feginn að það er farið að hittna hjá ykkur, ekki myndi ég þola það að búa í svona kulda enda svo mikil kuldaskræfa. kveðja Bryndís
Bryndís (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 20:22
Gott að það er nú komið blogg, ég var orðin alveg viðþolslaus
Þannig að þið sjáið að það þýðir nú ekkert að klikka á því að skrifa því það eru sko viðbrögð!
En þetta með geimstöðina er nú ekki slæm hugmynd. Hérna í Ameríkuhreppi er ég búin að rekast á sjónvarpsþátt þar sem er verið að umbreyta barnaherbergjum og þau fá náttulega öll sitt þema og ég held að "Geimstöðvarþema" sé nú alls ekki verra heldur en margt annað
Annars er bara minnst að frétta nema ég er búin að ná mér í eitthvað kvef hérna þannig að núna er bara nefrennsli og læti! - Raggi hlýtur að hafa borið það með sér frá Íslandi
Bestu kveðjur í bæinn, Kata og Co.
Kata (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 13:08
Alltaf gaman að heyra frá ykkur og nauðsynlegt að uppfræða vini og ættingja hvernig gengur hjá ykkur í kuldanum. En þetta virðist allt vera á uppleið hjá ykkur. Hér fer vonandi líka allt að komast á uppleið í kreppunni.
Kveðja frá öllum í Kjóalandinu.
Gunna (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.