15.2.2009 | 12:44
Barnaherbergið tilbúið
Kæru bloggvinir
þá erum við næstum búin með barnaherbergið. Það á bara eftir að bletta veggina, þar sem ofnadrullan spíttist út og finna lista við þröskuldinn. Þetta lítur nú bara nokkuð vel út. Manni líður alltaf voða vel þegar eitthvað er tilbúið. Næsta verkefni verður svo stofan og eldhúsið. Við erum enn að bíða eftir að kunningjar frúarinnar komi og hjálpi til. Það verður að fara að reka á eftir því. Þegar maður er búinn með eitt verkefni getur maður ekki beðið eftir að komast í gang með það næsta. Karlinn hendir kannski inn einhverjum myndum. Barnaherbergið verður svo notað sem geymsla fyrir dótið í stofunni til að byrja með.
Hér hefur annars verið óvenju mikið frost á nóttinni. Allt niður í 12 gráður. Það er nú frekar óvenjulegt. Það hefur hins vegar verið mjög fallegt veður hér á daginn. Snjór á jörðu og sól. Ekki amalegt það. Þessu hefur þó fylgt nokkur hálka, sem er alltaf stórmál hér. Eins og Danir hafi aldrei keyrt í snjó eða hálku. En þar sem það er sjaldan snjór og hálka hérna, þá er fólk fljótt að gleyma.
Bumbubúinn er farinn að taka meira pláss og spriklar orðið meira. Annars er þetta nú rólyndisbarn. Frúin er að fara í læknisskoðun á morgun. Hún þarf að pissa í glas og ætli verði ekki athugað með blóðþrýsting og svona. Á ekki von á því stóra. Við höfum verið mjög heppin með lækni eftir við fluttum. Hún er mjög áhugasöm og virðist vita hvað hún er að gera. Eftir að hafa verið með lækni sem var algjörlega óhæfur, þá finnst manni algjör lúksus að hafa lækni sem hægt er að tala við.
Við ætlum svo að renna til Haderslev núna seinnipartinn, okkur er boðið í kaffi og mat hjá fyrrverandi vinnufélaga frúarinnar. Það er sjaldan sparað þegar maður kemur þangað.
Enn bólar ekkert á heimasímanum, en sjónvarpið á að tengjast á morgun, við sjáum nú til hvort það gengur eftir. Við höldum ekkert niður í okkur andanum sko.
Í næstu viku fer bóndinn svo á aðalfund hjá íþróttafélaginu, það verður nú spennandi. Við segjum frá því í næstu færslu.
Jæja það er víst ekki mikið meira að frétta héðan úr Danaveldi
kveðja
Gummi, Ragga og gengið.
Athugasemdir
Maður bíður alltaf spenntur eftir sunnudagsfærslunni, þó maður kvitti ekki alltaf. Gott að allt er á réttri leið með húsið. Gummi þú laumar nú inn mynd af frúnni(bumbumyndum) með hinum myndunum. Allt ágætt að frétta héðan, núna er 7 stiga hiti og rigning úti.
Kveðja frá öllum í Garðinum
Gunna (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 22:55
Flott að sja að húsið er allt að koma til
Við erum alveg að drepast úr spenningi að koma til ykkar
Ekkert skemmtilegt að frétta frá Íslandi, erum nú barasta farin að pæla í því að flytja til Danmörku þangað til þetta ógeðslega ástand hættir hérna haha
Nanna litla (systir Kristínar) er alveg óð í að Elli sé að fara eignast systkini og vill fá að sjá það helst núna ! Ein ekki alveg að fatta þetta með 9 mánaða bið. Allavega þá hlakkar okkur rosalega að koma til ykkar og erum strax farin að skoða flugmiða út
kveðja frá klakanum
Elli og Kristín (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.