Bóndinn orðinn íþróttaálfur

Kæru bloggvinir

þá er komið að færslu vikunnar sem margir eflaust bíða spenntir eftir, allavega miðað við hversu margir kvitta fyrir innlitið! hmmmmmGetLost

Hér hefur lífið gengið sinn vanagang í vikunni. Frúin fór í læknisskoðun og var skoðuð á alla kanta. Hún þarf að fara í eitthvað extra tékk út af blóðsykrinum. Eitthvað sem þeir gera víst til að vera vissir um að maður sé ekki með meðgöngusykursýki. Hún á að fara í þetta tékk núna eftir 2 vikur, og við vonum bara það besta. Annars verður maður bara að hætta að éta allan sykur og passa mataræðið.

Á fimmtudaginn var svo haldinn hinn frægi aðalfundur í íþróttafélaginu. Bóndinn átti að mæta kl. 19:00 en almenningur kl. 19:30. Frúin rölti því á staðinn og var komin á góðum tíma, en ákvað að bíða þar til fleiri kæmu. Leið og beið og enginn kom. Það endaði með að bóndinn kom út og náði í konuna, þar sem hún var eini óbreytti fundargesturinn. Það er víst ekkert óvanalegt við það. Þeir kipptu sér allavega ekkert upp við það. Sögðu að fólk kæmi ekki á svona fundi nema það hefði eitthvað að kvarta yfir. Þar sem frúin var eini óbreytti borgarinn var hún auðvitað valinn fundarstjóri. Bóndinn er nú orðinn meðlimur í stjórninni með öllu því sem fylgir. Okkur heyrðist nú að það væri nokkuð gert af því að gera sér glaðan dag með áfengi. En félagið heldur bæjarhátíð hér á sumrin og sér um einhverjar fleiri smá samkomur. Í stjórninni situr íslensk kona, já ótrúlegt en satt. Hún býr reyndar í Gram, næsta stóra bæ við Tiset. En samt, hverjar eru líkurnar. Hún hefur búið hér nánast alla ævi. Á íslenska foreldra sem búa ekki langt hér frá, en hefur ekki búið nema ca. 1 ár á Íslandi og talar því frekar bjagaða íslensku.

Við höfum svo verið að dunda við að leggja lokahönd á barnaherbergið. Nú vantar bara að setja upp gardínustangir og hengja eitthvað fyrir gluggana. Það tekur alltaf langan tíma að klára þetta smotterí.

Já þetta er svona sirka það sem fréttvænt er þessa vikuna.

kveðja

Gummi, Ragga og liðið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitti kvitt, kíki alltaf á sunnudögum til að fylgjast með gang mála hjá ykkur.  Gaman að fylgjast með. 

Bryndís (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 21:02

2 identicon

Alltaf gaman að lesa bloggið ykkar :) Ég er kíki mjög oft og alltaf á sunnudögum :)

Hildur (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 21:31

3 identicon

Já heimurinn fer alltaf minnkandi held ég..það eru íslendingar á víð og dreif hér á Jótlandinu. Skondið samt að hún sé í sömu stjórn og Gummi.

Varðandi þessa meðgöngusykursýki þá er ágætt að passa mataræðið en oft á tíðum panikka danirnir yfir smámunum. Hef lent í því sjálf. Láttu bara ekki henda þér upp í Odense að óþörfu. Maður á að geta mælt sinn blóðsykur sjálfur og skráð hann niður ( þarft bara smá tæki sem ég get látið þig fá) finnst fáránlegt að henda kasóléttum konum til Odense bara til að lenda á einhverju spjalli við einhverja hjúkrunarkonu sem hægt væri að gera á sínu lokal sjúkrahúsi.  En vonandi kemur allt vel út úr þessu testi.

Heyrumst og sjáumst

Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Bragi Einarsson

Svona er lífið, en hverjum hefði dottið í hug að Gummi væri aðalmaður í stjórn á íþróttafélagi. (Reyndar var hann í körfunni hér í gamla daga, ekki satt?) Ég hef alltaf haldið því fram að það sé göfug íþrótt að sveifla könnum og kneifa ölið í hófi ( er ekki svona félagsskapur annars kallað hóf?) og vonandi missir Gummi sig ekki of mikið í því

Hlakka til að heyra meira um lagfæringar á kofanum.

Hilzen úr Kjóalandi.

Bragi Einarsson, 25.2.2009 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband