Flísaferðin

Kæru bloggvinir

þá er komið að færslu vikunnar. Hér hefur lífið nú gengið sinn vanagang, án stórra tíðinda. Við fengum þó loksins bréf frá símafyrirtækinu sem á að leggja símann hér inn. Þeir gátu tjáð okkur það að við fengjum tengdan heimasíma 23 mars. Já þetta er þá ekki búið að taka nema 5 mánuði að flytja símann. Spurning hvort maður fær einhvern rosa reikning fyrir þessa mánuði. Manni kemur ekki mikið á óvart meira. Við vorum svo búin að panta svokallað smartbox frá Íslandi, sem á að gera að verkum að maður geti hringt í heimasíma á Íslandi fyrir 1600 kr íslenskar á mánuði. Og þeir sem hringja í okkur hringja á innanlandstaxta. Leið og beið og aldrei kom boxið. Við fengum hin ýmsu svör, bæði að þeir hefðu sent boxið og það týnst í pósti. Síðan fengum við að vita að þeir hefðu ekki sent nein box af því þeir hefðu ekki átt nein á lager. Þetta endaði með að við sendum Ella til að ná í box hjá þeim, og senda okkur í pósti. Daginn eftir kom svo póstkrafa frá Tal. Þá var greinilega annað box komið í leitirnar. Þetta þykir okkur ekki minni sápa en hér í Danmörku. Það mætti halda að fólk talaði ekki saman innan fyrirtækisins. Nú er bara að vona að boxið dúkki upp og þetta virki allt saman. Við vonum það besta.

Við erum búin að setja upp gardínustangir og henda upp gardínum. Það á eftir að laga þær til. Allt saumadótið liggur i kassa, svo þetta verða að vera svona bráðabirgðagardínur. Við erum búin að kaupa nýjan ofn til að setja í stofuna, en við eigum eftir að setja hann upp. Það hefur nú verið heldur hlýrra hér undanfarið, svo maður hefur ekki verið svo frosinn.

Við höfðum svo frétt af flísaútsölu í Aabenraa, þar sem við bjuggum áður. Við renndum því þangað í gær og keyptum flísar á gangana og baðið, svona ca. 40 fermetrar af flísum fyrir 2000 kr danskar. Við urðum að keyra tvær ferðir, þetta var svo mikið. En mjög fínar flísar, svo er bara eftir að finna út hvort við getum lagt þetta. Við erum nú heldur ekki útlærðir flísalagningarmenn.

Í dag komu svo loksins vinir frúarinnar, sem ætla að hjálpa til við að brjóta vegginn í stofunni og múra upp. Það lítur því út fyrir að við getum haldið eitthvað áfram í framkvæmdunum. Allavega svona í nánustu framtíð. 

Við látum þetta nægja í bili

kveðja frá Tisetbúum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jibbí - loksins náði ég að vera fyrst að commenta!!!

Þið hljótið nú aldeilis að fara að tala í síma þegar þið fáið loksins bæði tengdan heimasímann og þegar Smart-síminn kemur í hús Hljótið gjörsamlega að vera orðin símasvelt og því fá allir ættingjar og vinir sver símtöl þegar þetta loksins gerist

Auðvitað eigið þið eftir að massa þessar flísar rétt eins og þið gerðuð með parketið - hef hreint enga trú á öðru. Maður fer nú að verða forvitin að kíkja til ykkar einhvert árið svona þar sem þetta hús hlýtur að enda sem höll miðað við allar framkvæmdirnar sem eru í gangi og stefnt er á!!! Já maður ætti nú að reyna að gera sér ferð þegar lítill prins eða lítil prinsessa er búin að bætast í höllina Gæti þá kanski slegið tvær (eða fleiri) flugur í einu höggi og heimsótt nýgiftu hjónin líka og nýja erfingjann þar þegar ég kem

Kata (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 04:44

2 identicon

Sæl

Gangi ykkur vel með þessar framkvæmdir og væntanlega fjölgun mannkynsins.

Helgi Rafns.

Helgi rafns (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband