Mótorsagarævintýrið

Kæru bloggvinir

Þá erum við komin á sumartíma, sem þýðir að það er tveggja tíma munur á klukkunni. Við höfum því átt stuttan sunnudag!

Annars er það helst að frétta héðan að bóndinn reis úr flensunni á miðvikudaginn og var í vinnunni fimmtudag og föstudag. Hann hóstar nú ennþá, en er allavega hitalaus.

Við erum enn stopp í framkvæmdum. Nágranninn vill ekki fara upp á þak og rífa niður skorsteininn fyrr en það fer að hlýna meira, það veit enginn hvenær það verður. Við erum enn að bíða eftir að fasteignasalan leysi út meiri peninga, svo við getum haldið áfram að vinna í húsinu. Það er eitthvað voða erfitt að fá pening núna í fjárhagskrísunni. En við verðum bara að vona það besta. Í ljósið af þessu, drifum við okkur í garðinn í gær. Það var rosa gott veður og bóndinn dreif fram mótorsögina, það er ennþá ótrúlega mikið af trjágróðri hér á bak við. Nágrannakona okkar, sem við höfum aldrei séð, hefur örugglega fengið áfall þegar hún leit um gluggann. Nú getur maður séð á milli húsanna. Við vonum að hún verði ekki óánægð með breytingarnar. Það var víst einhver rígur milli hennar og mannsins sem átti okkar hús áður. 

Í dag ákváðum við svo að koma okkur út úr húsi, fyrst við gátum ekkert gert innandyra. Við keyrðum á flóamarkað hér svolítið frá. Við höfum ekki verið á markaði í langan tíma. Þetta var á tímabili okkar helsta skemmtun. Svo það var fínt að rifja upp gamla stemningu. Við renndum svo í kaffi til vina okkar í Kollund. Þau eru alltaf góð heim að sækja. Síðan er nú bara stefnt á afslöppun í kvöld.

Bóndinn ætlar svo að skella sér á klakann eina helgi í apríl, frá 17-20 apríl. Ástæðan er að árgangurinn hans á 30 ára fermingarafmæli og þessu má hann ekki missa af. Frúin verður heima að passa hús og dýr. Hann er auðvitað svaka spenntur yfir þessu. Enda ekki á hverjum degi sem maður hittir gamla skólafélaga.

Jæja best að láta þetta nægja í bili

kveðja

Ragga og Gummi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

Var bóndinn að horfa á myndina "Keðjusagamorðinginn?" :) Það verður gamann að fá kallinn í heimsókn, ef hann má vera að því að líta við.
Vonandi verðið þið búin að laga það allra helsta áður en unginn kemur í heiminn, það er örugglega ferlega pirrandi að þurfa að vera bíða eftir öðrum, þegar maður stendur í framkvæmdum.

KVeðja úr Kjóalandi!

Bragi Einarsson, 2.4.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband